Leita réttar síns eftir þriggja daga fangelsi 22. maí 2010 05:30 Í Leifsstöð Komu tveggja kvenna frá Rúmeníu hingað til lands bar upp á sama tíma og flugsamgöngur röskuðust í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Fréttablaðið/Pjetur Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Við komuna til landsins 14. apríl síðastliðinn voru þær handteknar og þeim haldið í þrjá og hálfan sólarhring, að sögn annarrar konunnar, sem heitir Cristina Domnita Constantinescu. „Það var allt tekið af okkur og okkur haldið í fangaklefum. Við höfðum ekkert brotið af okkur og samt var okkur haldið allan þennan tíma. Það má ekki halda fólki lengur en einn sólarhring,“ segir hún og kveður lögreglu ítrekað hafa spurt hvort þær hafi verið hingað komnar til að stunda vinnu. „Ég hef verið hér áður og vann þá á Óðali, en var ekkert að fara að vinna núna, bara heimsækja vini og ganga frá bankamálum,“ bætir Cristina við. Lögregla mun hafa heimild til að handtaka fólk og vísa beint úr landi þyki sannað að það sé hingað komið í atvinnuleit og ætli að brjóta lög sem hér gilda um útlendinga. Eftir þennan tíma í fangelsi segir Cristina að sér og vinkonu hennar, hafi verið sleppt, en þær yfirgáfu svo landið 3. maí síðastliðinn. Hún segir mikilvægt að fá botn í málið til þess að forða því að fleiri lendi í viðlíka ofríki. „Svona má ekki koma fram við fólk.“ Áður en þær stöllur héldu heim á leið höfðu þær hafið umleitan til að leita réttar síns og nutu við það liðsinnis lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Hann segir frásögn lögreglu af atburðum aðra en kvennanna, en hefur farið fram að að fá afhent frá lögreglu gögn málsins. Eftir að hafa skoðað þau komi betur í ljós hver framvindan kunni að verða. Nokkur bið hefur hins vegar orðið á afhendingu gagnanna frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Vilhjálmur segist þó gefa lögreglu nokkurra daga frest í viðbót til að afhenda þau. „Annars geri ég kröfu fyrir héraðsdómi um að fá gögnin,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Við komuna til landsins 14. apríl síðastliðinn voru þær handteknar og þeim haldið í þrjá og hálfan sólarhring, að sögn annarrar konunnar, sem heitir Cristina Domnita Constantinescu. „Það var allt tekið af okkur og okkur haldið í fangaklefum. Við höfðum ekkert brotið af okkur og samt var okkur haldið allan þennan tíma. Það má ekki halda fólki lengur en einn sólarhring,“ segir hún og kveður lögreglu ítrekað hafa spurt hvort þær hafi verið hingað komnar til að stunda vinnu. „Ég hef verið hér áður og vann þá á Óðali, en var ekkert að fara að vinna núna, bara heimsækja vini og ganga frá bankamálum,“ bætir Cristina við. Lögregla mun hafa heimild til að handtaka fólk og vísa beint úr landi þyki sannað að það sé hingað komið í atvinnuleit og ætli að brjóta lög sem hér gilda um útlendinga. Eftir þennan tíma í fangelsi segir Cristina að sér og vinkonu hennar, hafi verið sleppt, en þær yfirgáfu svo landið 3. maí síðastliðinn. Hún segir mikilvægt að fá botn í málið til þess að forða því að fleiri lendi í viðlíka ofríki. „Svona má ekki koma fram við fólk.“ Áður en þær stöllur héldu heim á leið höfðu þær hafið umleitan til að leita réttar síns og nutu við það liðsinnis lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Hann segir frásögn lögreglu af atburðum aðra en kvennanna, en hefur farið fram að að fá afhent frá lögreglu gögn málsins. Eftir að hafa skoðað þau komi betur í ljós hver framvindan kunni að verða. Nokkur bið hefur hins vegar orðið á afhendingu gagnanna frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Vilhjálmur segist þó gefa lögreglu nokkurra daga frest í viðbót til að afhenda þau. „Annars geri ég kröfu fyrir héraðsdómi um að fá gögnin,“ segir hann. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira