Randy Moss tekur viðtölin við sjálfan sig - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2010 23:15 Randy Moss í búningi Minnesota Vikings. Nordic Photos / Getty Images Randy Moss var í gær rekinn frá bandaríska ruðningsliðinu Minnesota Vikings en þessi skrautlegi útherji staldraði stutt við hjá sínu gamla félagi. Moss lék með Vikings fyrstu sex árin á sínum ferli sem hefur verið glæsilegur en hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NFL-deildarinnar. Hann var fenginn aftur til Vikings til að styrkja sóknarleik liðsins sem er stýrt af hinum þaulvana leikstjórnanda Brett Favre. En Moss náði aðeins að spila fjóra leiki með Vikings og töpuðust þrír þeirra. Á blaðamannafundi eftir leik Vikings gegn New England Patriots um helgina, sem Moss lék með frá 2007 þar til fyrr á þessu ári, mærði hann sína gömlu félaga hjá New England og ekki síst þjálfarann Bill Belichick. Hann gagnrýndi hins vegar sitt eigið lið fyrir að hlusta ekki á sig og fara að hans ráðum í leiknum gegn New England. Hann var sektaður í síðustu viku fyrir að sinna ekki fjölmiðlum eftir leik nægilega vel og um helgina tilkynnti hann að hann myndi sjálfur bera upp spurningar til sín og svara þeim svo jafnóðum. Brad Childress, þjálfari Vikings, virtist hafa fengið nóg og tilkynnti leikmönnum sínum í gær að Moss hefði verið látinn fara. Það var svo staðfest í yfirlýsingu frá félaginu. Vikings hafði greitt New England eina og hálfa milljón dollara fyrir Moss sem og gefið New England valrétt sinn í þriðju umferð næsta nýliðavals. Hægt er að sjá þennan stórkostlega blaðamannafund hjá Moss hér. Erlendar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Randy Moss var í gær rekinn frá bandaríska ruðningsliðinu Minnesota Vikings en þessi skrautlegi útherji staldraði stutt við hjá sínu gamla félagi. Moss lék með Vikings fyrstu sex árin á sínum ferli sem hefur verið glæsilegur en hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NFL-deildarinnar. Hann var fenginn aftur til Vikings til að styrkja sóknarleik liðsins sem er stýrt af hinum þaulvana leikstjórnanda Brett Favre. En Moss náði aðeins að spila fjóra leiki með Vikings og töpuðust þrír þeirra. Á blaðamannafundi eftir leik Vikings gegn New England Patriots um helgina, sem Moss lék með frá 2007 þar til fyrr á þessu ári, mærði hann sína gömlu félaga hjá New England og ekki síst þjálfarann Bill Belichick. Hann gagnrýndi hins vegar sitt eigið lið fyrir að hlusta ekki á sig og fara að hans ráðum í leiknum gegn New England. Hann var sektaður í síðustu viku fyrir að sinna ekki fjölmiðlum eftir leik nægilega vel og um helgina tilkynnti hann að hann myndi sjálfur bera upp spurningar til sín og svara þeim svo jafnóðum. Brad Childress, þjálfari Vikings, virtist hafa fengið nóg og tilkynnti leikmönnum sínum í gær að Moss hefði verið látinn fara. Það var svo staðfest í yfirlýsingu frá félaginu. Vikings hafði greitt New England eina og hálfa milljón dollara fyrir Moss sem og gefið New England valrétt sinn í þriðju umferð næsta nýliðavals. Hægt er að sjá þennan stórkostlega blaðamannafund hjá Moss hér.
Erlendar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira