Ferrari ætlar ekki að áfrýja dómi FIA 25. júlí 2010 19:44 Felipe Massa, Fernando Alonso og Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í dag. Mynd: Getty Images Ferrari segir að lið sitt muni ekki afrýja dómi dómara á Hockenheim brautinni í dag. Liðið var dæmt í 100.000 dala sekt og brot þeirra sent áfram til akstursíþróttaráðs FIA. Ferrari var dæmt fyrir það sem virtist liðsskipun, en Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér, eftir að hafa verið í forystu. Alonso vann mótið. Aðstoðarmaður Massa hafði sagt honum að Alonso væri fljótari í brautinni og dómarar túlkuðu það á þann veg að verið væri að segja honum að hleypa Alonso framúr. Það gerðist í það minnsta nokkru síðar. Bannað er í reglum FIA að hagræða úrslitum með liðsskipun. Aðspurður um málið, hvort Massa hefði verið látin hleypa Alonso framúr, sagði Domenciali m.a. í frétt á autosport.com. "Ég veit ekki hvort ég þarf að útskýra hvað liðsskipanir eru. Það sem ég get sagt er að við létum Massa upplýsingar í té. Við höfum séð svipaðar aðstæður, sem hafa skilað liðinu litlum árangri. Það voru upplýsingar sem vildum að hann fengi og við látum ökumenn skilja hvað er liðinu fyrir bestu hverju sinni. Að ná sem hagstæðustum úrslitum", sagði Domenicali. Massa og Alonso sögðu báðir að þeir hefðu gert það sem er best fyrir liðið og þeir væri hluti af liðinu. Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ferrari segir að lið sitt muni ekki afrýja dómi dómara á Hockenheim brautinni í dag. Liðið var dæmt í 100.000 dala sekt og brot þeirra sent áfram til akstursíþróttaráðs FIA. Ferrari var dæmt fyrir það sem virtist liðsskipun, en Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér, eftir að hafa verið í forystu. Alonso vann mótið. Aðstoðarmaður Massa hafði sagt honum að Alonso væri fljótari í brautinni og dómarar túlkuðu það á þann veg að verið væri að segja honum að hleypa Alonso framúr. Það gerðist í það minnsta nokkru síðar. Bannað er í reglum FIA að hagræða úrslitum með liðsskipun. Aðspurður um málið, hvort Massa hefði verið látin hleypa Alonso framúr, sagði Domenciali m.a. í frétt á autosport.com. "Ég veit ekki hvort ég þarf að útskýra hvað liðsskipanir eru. Það sem ég get sagt er að við létum Massa upplýsingar í té. Við höfum séð svipaðar aðstæður, sem hafa skilað liðinu litlum árangri. Það voru upplýsingar sem vildum að hann fengi og við látum ökumenn skilja hvað er liðinu fyrir bestu hverju sinni. Að ná sem hagstæðustum úrslitum", sagði Domenicali. Massa og Alonso sögðu báðir að þeir hefðu gert það sem er best fyrir liðið og þeir væri hluti af liðinu.
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira