Favre var grátlega nálægt því að komast í Super Bowl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. janúar 2010 09:30 Favre sýndi hetjulega frammistöðu í nótt en það dugði ekki til. Það verða Indianapolis Colts og New Orleans Saints sem mætast í Super Bowl í ár en undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar fóru fram í gær. Colts lagði NY Jets, 30-17, en Saints lagði Minnesota Vikings, 31-28, í ævintýralegum leik sem þurfti að framlengja. Hinn fertugi Brett Favre var ótrúlega nálægt því að komast í Super Bowl með Minnesota Vikings. Lið hans var að spila talsvert betur en New Orleans Saints en gerði sig ítrekað seka um skelfileg mistök er færðu Saints boltann á silfurfati. Þau mistök nýtti Saints sér til þess að klára leikinn. Þurfti þó framlengingu til en Favre og félagar fóru afar illa að ráði sínu í lokasókn venjulegs leiktíma. Er liðið var að komast í ákjósanlega vallarmarksstöðu kastaði Favre boltanum í hendur andstæðinganna sem tryggði sér þar með framlengingu. Má segja að Vikings hafi nánast gert allt sem liðið gat til þess að tapa leiknum. Liðið var sjálfu sér verst þó svo það hafi lengstum spilað vel. Frammistaða Favre í nótt var hetjuleg svo ekki sé meira sagt. Þessi fertugi leikmaður sýndi af sér ótrúlega hörku er hann hristi af sér barsmíðar varnarmanna Saints sem gerðu sig seka um ljótan leik hvað eftir annað. Lömdu Favre harkalega og ólöglega er hann var búinn að sleppa boltanum. Ástandið var orðið svo slæmt að það þurfti að hjálpa honum af velli um tíma og hann haltraði sig í gegnum allan síðari hálfleikinn. Augljóslega sárþjáður og konan hans var nánast með tárin í augunum í stúkunni á meðan. Átti afar erfitt með að horfa upp á misþyrminguna. Barsmíðarnar héldu áfram í síðari hálfleik en Favre einfaldlega neitaði að gefast upp. Því miður fyrir hann þá dugði það ekki til og Öskubuskusagan fékk því ekki viðeigandi endi. Hefði Favre farið með liðið alla leið hefði það verið ein stærsta saga bandarískrar íþróttasögu. Árangurinn engu að síður stórkostlegur. Peyton Manning og félagar í Colts lentu í talsverðum vandræðum með spútniklið Jets. New York-liðið leiddi í leikhléi, 17-13, en Colts tók völdin í síðari hálfleik sem það vann 17-0. Erlendar Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Það verða Indianapolis Colts og New Orleans Saints sem mætast í Super Bowl í ár en undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar fóru fram í gær. Colts lagði NY Jets, 30-17, en Saints lagði Minnesota Vikings, 31-28, í ævintýralegum leik sem þurfti að framlengja. Hinn fertugi Brett Favre var ótrúlega nálægt því að komast í Super Bowl með Minnesota Vikings. Lið hans var að spila talsvert betur en New Orleans Saints en gerði sig ítrekað seka um skelfileg mistök er færðu Saints boltann á silfurfati. Þau mistök nýtti Saints sér til þess að klára leikinn. Þurfti þó framlengingu til en Favre og félagar fóru afar illa að ráði sínu í lokasókn venjulegs leiktíma. Er liðið var að komast í ákjósanlega vallarmarksstöðu kastaði Favre boltanum í hendur andstæðinganna sem tryggði sér þar með framlengingu. Má segja að Vikings hafi nánast gert allt sem liðið gat til þess að tapa leiknum. Liðið var sjálfu sér verst þó svo það hafi lengstum spilað vel. Frammistaða Favre í nótt var hetjuleg svo ekki sé meira sagt. Þessi fertugi leikmaður sýndi af sér ótrúlega hörku er hann hristi af sér barsmíðar varnarmanna Saints sem gerðu sig seka um ljótan leik hvað eftir annað. Lömdu Favre harkalega og ólöglega er hann var búinn að sleppa boltanum. Ástandið var orðið svo slæmt að það þurfti að hjálpa honum af velli um tíma og hann haltraði sig í gegnum allan síðari hálfleikinn. Augljóslega sárþjáður og konan hans var nánast með tárin í augunum í stúkunni á meðan. Átti afar erfitt með að horfa upp á misþyrminguna. Barsmíðarnar héldu áfram í síðari hálfleik en Favre einfaldlega neitaði að gefast upp. Því miður fyrir hann þá dugði það ekki til og Öskubuskusagan fékk því ekki viðeigandi endi. Hefði Favre farið með liðið alla leið hefði það verið ein stærsta saga bandarískrar íþróttasögu. Árangurinn engu að síður stórkostlegur. Peyton Manning og félagar í Colts lentu í talsverðum vandræðum með spútniklið Jets. New York-liðið leiddi í leikhléi, 17-13, en Colts tók völdin í síðari hálfleik sem það vann 17-0.
Erlendar Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira