Keflavík hafði betur gegn grönnum sínum í Njarðvík, 92-76, á föstudagkvöld í Reykjanes Cup mótinu í körfubolta sem lýkur í dag. Sex lið taka þótt í mótinu en auk Suðurnesjaliðanna Grindavík, Keflavík og Njarðvík eru Snæfell, Fjölnir og ÍR með í mótinu.
Þrír leikir voru leiknir í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ á föstudag og vann Fjölnir öruggan sigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Snæfells, 112-95. Grindavík lagði ÍR 85-75.
Úrslitaleikirnir eru leiknir í dag og eru það Fjölnir og ÍR sem leika um sigurinn í mótinu. Úrslitaleikirnir fara fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík.
14:00 Njarðvík-Grindavík (5.-6. sæti)
16:00 Keflavík-Snæfell (4.-3. sæti)
18:00 Fjölnir-ÍR (1.-2. sæti)
ÍR og Fjölnir leika til úrslita í Reykjanes Cup
Jón Júlíus Karlsson skrifar
