Webber: Gekk of langt í ummælum 19. júlí 2010 09:49 Mark Webber fagnar sigrinum á Silverstone. Mynd: Getty Images Mark Webber var eldheitur eftir kappaksturinn á Silverstone sem hann vann og lét ummæli frá sér fara, sem hann segir í dga að hafa verið of langt gengið. Hann gaf í skyn að hann væri ökumaður númer tvö hjá liðinu, vegna ákvörðunar framkvæmdarstjóra liðsins um að Sebastian Vettel fengi nýrri framvæng sem var í boði. Aðeins einn var til taks og Vettel fékk vænginn þar sem hann var ofar í stigamótinu, en vængurinn var tekinn af bíl Webbers, sem sárnaði meðferðin. "Ég sagði of mikið opinberlega. Ég vildi að það hefði ekki gerst, en það gerðist. Ég er með opið hjarta og er heiðarlegur við sjálfan mig og aðra", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í Daily Mail. Fréttamaður blaðsins ræddi við Webber. "Ég vil bara sanngjarna meðferð og maður verður að gæta þess að hafa ekki mótvind. Ég var heitur á laugardeginum útaf því sem var í gangi. Þetta var óvenjuleg staða, þar sem aðeins einn hlutur var til og ákvörðunin vandasöm. Hún olli mér vonbrigðum." "En það jákvæða er að við vitum að hverjum við göngum í framtíðinni. Hann (Vettel) fékk vænginn af því hann var ofar í stigamótinu. Nú er ég hærri, þannig að það er rökin sem verða notuð við ákvarðanir", sagði Webber og ef álíka staða kemur upp aftur í næsta móti, þá fengi Webber forgang á notkun. Siðan ræður það hver er ofar að stigum. "Við erum að berjast á toppnum og það er gott vandamál að eiga við", sagði Webber og gat þess að allt væri í sóma milli hans og Vettels. Þeir hefðu tekið höndina hvor á öðrum eftir keppnina, en síðan fagnaði liðið sigrinum sameiginlega um kvöldið í árlegri veislu framkvæmdarstjórans. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber var eldheitur eftir kappaksturinn á Silverstone sem hann vann og lét ummæli frá sér fara, sem hann segir í dga að hafa verið of langt gengið. Hann gaf í skyn að hann væri ökumaður númer tvö hjá liðinu, vegna ákvörðunar framkvæmdarstjóra liðsins um að Sebastian Vettel fengi nýrri framvæng sem var í boði. Aðeins einn var til taks og Vettel fékk vænginn þar sem hann var ofar í stigamótinu, en vængurinn var tekinn af bíl Webbers, sem sárnaði meðferðin. "Ég sagði of mikið opinberlega. Ég vildi að það hefði ekki gerst, en það gerðist. Ég er með opið hjarta og er heiðarlegur við sjálfan mig og aðra", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í Daily Mail. Fréttamaður blaðsins ræddi við Webber. "Ég vil bara sanngjarna meðferð og maður verður að gæta þess að hafa ekki mótvind. Ég var heitur á laugardeginum útaf því sem var í gangi. Þetta var óvenjuleg staða, þar sem aðeins einn hlutur var til og ákvörðunin vandasöm. Hún olli mér vonbrigðum." "En það jákvæða er að við vitum að hverjum við göngum í framtíðinni. Hann (Vettel) fékk vænginn af því hann var ofar í stigamótinu. Nú er ég hærri, þannig að það er rökin sem verða notuð við ákvarðanir", sagði Webber og ef álíka staða kemur upp aftur í næsta móti, þá fengi Webber forgang á notkun. Siðan ræður það hver er ofar að stigum. "Við erum að berjast á toppnum og það er gott vandamál að eiga við", sagði Webber og gat þess að allt væri í sóma milli hans og Vettels. Þeir hefðu tekið höndina hvor á öðrum eftir keppnina, en síðan fagnaði liðið sigrinum sameiginlega um kvöldið í árlegri veislu framkvæmdarstjórans.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira