Dómarar við Hæstarétt íhuga hæfi sitt 4. október 2010 18:54 Tveir af fimm Hæstaréttardómurum sem sitja í landsdómi, störfuðu með Geir H. Haarde í fjármálaráðuneytinu, áður en þeir voru skipaðir í Hæstarétt. Fjórir hæstaréttardómarar til viðbótar kynnu að verða vanhæfir til að dæma í máli Geirs. Fimm reyndustu Hæstaréttardómararnir eiga samkvæmt lögum um landsdóm að sitja í honum. Þeir eru Garðar Gíslason, sem skipaður var 1992, Gunnlaugur Claessen, sem var skipaðu 1994, Markús Sigurbjörnsson, skipaður sama ár, Árni Kolbeinsson skipaður 2000 og Ingibjörg Benediktsdóttir skipuð 2001. Eini sakborningurinn fyrir Landsdómi er Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. En Geir var áður fjármálaráðherra og var fyrst skipaður í embættið árið 1998. Þá var ráðuneytisstjóri, og þar af leiðandi, einn nánasti samstarfsmaður Geirs, í fjármálaráðuneytinu Árni Kolbeinsson. En Geir á sér lengri sögu í ráðuneyti fjármála, því hann var aðstoðarmaður ráðherra þar, árin 1983 til 1987. Gunnlaugur var deildarstjóri í ráðuneytinu fram í apríl 1984, þegar hann varð ríkislögmaður. Fréttastofu er sagt að dómarar við Hæstarétt íhugi nú hæfi sitt til setu í Landsdómi, en hafi reyndar ekki komist að niðurstöðu. Fjallað er um hæfi dómara í lögum um meðferð sakamála. Þar segir meðal annars að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni hans í efa. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja þó ekki ótvírætt að dómari verði vanhæfur, í skilningi laganna, enda þótt hann hafi unnið með sakborningi. Fari svo, að annar eða báðir, Árni og Gunnlaugur, víki sæti vegna samstarfs við Geir, þá þurfa aðrir dómarar að taka við. Fyrstur inn væri Ólafur Börkur. Hann er skyldur Davíð Oddssyni, sem kynni að verða kallaður til vitnis í málinu. Þá má velta fyrir sér hæfi Ólafs. Næstur á eftir Ólafi Berki er Jón Steinar Gunnlaugsson. Geir skipaði hann dómara í Hæstarétt. Spurning hvort það valdi vanhæfi. Páll Hreinsson er vanhæfur, þar sem hann sat sjálfur í Rannsóknarnefnd Alþingis, sem allt málið byggir á. Þá er aðeins eftir Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari við réttinn á dögunum. Hann sat áður í yfirtökunefnd Kauphallarinnar og fjallaði um fjölmörg mál sem tengjast hruninu. Landsdómur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tveir af fimm Hæstaréttardómurum sem sitja í landsdómi, störfuðu með Geir H. Haarde í fjármálaráðuneytinu, áður en þeir voru skipaðir í Hæstarétt. Fjórir hæstaréttardómarar til viðbótar kynnu að verða vanhæfir til að dæma í máli Geirs. Fimm reyndustu Hæstaréttardómararnir eiga samkvæmt lögum um landsdóm að sitja í honum. Þeir eru Garðar Gíslason, sem skipaður var 1992, Gunnlaugur Claessen, sem var skipaðu 1994, Markús Sigurbjörnsson, skipaður sama ár, Árni Kolbeinsson skipaður 2000 og Ingibjörg Benediktsdóttir skipuð 2001. Eini sakborningurinn fyrir Landsdómi er Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. En Geir var áður fjármálaráðherra og var fyrst skipaður í embættið árið 1998. Þá var ráðuneytisstjóri, og þar af leiðandi, einn nánasti samstarfsmaður Geirs, í fjármálaráðuneytinu Árni Kolbeinsson. En Geir á sér lengri sögu í ráðuneyti fjármála, því hann var aðstoðarmaður ráðherra þar, árin 1983 til 1987. Gunnlaugur var deildarstjóri í ráðuneytinu fram í apríl 1984, þegar hann varð ríkislögmaður. Fréttastofu er sagt að dómarar við Hæstarétt íhugi nú hæfi sitt til setu í Landsdómi, en hafi reyndar ekki komist að niðurstöðu. Fjallað er um hæfi dómara í lögum um meðferð sakamála. Þar segir meðal annars að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni hans í efa. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja þó ekki ótvírætt að dómari verði vanhæfur, í skilningi laganna, enda þótt hann hafi unnið með sakborningi. Fari svo, að annar eða báðir, Árni og Gunnlaugur, víki sæti vegna samstarfs við Geir, þá þurfa aðrir dómarar að taka við. Fyrstur inn væri Ólafur Börkur. Hann er skyldur Davíð Oddssyni, sem kynni að verða kallaður til vitnis í málinu. Þá má velta fyrir sér hæfi Ólafs. Næstur á eftir Ólafi Berki er Jón Steinar Gunnlaugsson. Geir skipaði hann dómara í Hæstarétt. Spurning hvort það valdi vanhæfi. Páll Hreinsson er vanhæfur, þar sem hann sat sjálfur í Rannsóknarnefnd Alþingis, sem allt málið byggir á. Þá er aðeins eftir Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari við réttinn á dögunum. Hann sat áður í yfirtökunefnd Kauphallarinnar og fjallaði um fjölmörg mál sem tengjast hruninu.
Landsdómur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira