Gömlu viðhorfi úthýst Ólafur Stephensen skrifar 18. ágúst 2010 06:00 Umdeild ummæli Björgvins Björgvinssonar, fyrrverandi yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í viðtali í DV komu á óvart, ekki sízt í ljósi þess að Björgvin átti sem yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar sinn þátt í að rannsóknir lögreglunnar á kynferðisbrotum hafa orðið faglegri og fórnarlömbunum er sýnd meiri virðing og nærgætni en algengt var áður. Nú hafa bæði Björgvin og lögregluembættið brugðizt rétt við; yfirmaðurinn bað um flutning úr starfi yfirmanns kynferðisbrotadeildarinnar. Hann og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa beðizt afsökunar á ummælunum og ítrekað að þau „endurspegli á engan hátt afstöðu eða viðhorf embættisins til kynferðisbrota eða fórnarlamba slíkra brota." Í umræðum manna á meðal hefur borið á þeim rökum, að ekki sé hægt að gagnrýna lögreglumanninn fyrir að hvetja fólk til að gæta að sér og verða ekki bjargarlaust vegna áfengis- og fíkniefnavímu. Þetta sé aðeins heilbrigð skynsemi. Þetta er rétt, en þá er litið framhjá því sem Björgvin Björgvinsson sagði í framhaldinu: „Oftar en ekki eru þessi mál [nauðgunarmál og önnur kynferðisbrot] tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér." Það eru þessi ummæli, sem eru afar óheppileg úr munni manns, sem á að stjórna rannsóknum á kynferðisbrotum. Þau hvetja tæplega fórnarlömb nauðgunar til að kæra glæpinn. Að sjálfsögðu eiga allir að bera ábyrgð á sjálfum sér og það er satt og rétt, að ofurölvi einstaklingur er alltaf í hættu að verða sjálfum sér og öðrum til skaða. Fólk þarf að gæta bæði að eigin virðingu og öryggi þegar það fær sér í glas. En það tekur að sjálfsögðu ekki ábyrgðina af þeim, sem notfæra sér ástand fólks í áfengis- eða fíkniefnadái til að fremja kynferðisglæp. Ekkert réttlætir slíkan verknað. Það hefur verið býsna algengt viðhorf að fórnarlömb nauðgunar ættu sjálf einhverja sök á glæpnum. Konur hafa verið sagðar klæða sig þannig að það byði hættunni heim, hafa daðrað við ofbeldismennina, verið of drukknar og þar fram eftir götum. Þetta viðhorf hefur stuðlað að því að koma inn sektarkennd hjá fórnarlömbunum og dregið úr mörgum kjarkinn að kæra ofbeldismennina. Þessir fordómar hafa hins vegar verið á undanhaldi, jafnt innan lögreglunnar sem annars staðar. Ummæli lögreglumannsins voru óheppileg, en gáfu lögreglunni jafnframt ágætt tækifæri til að segja skýrt og skorinort að þetta gamla viðhorf eigi ekki lengur rétt á sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Umdeild ummæli Björgvins Björgvinssonar, fyrrverandi yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í viðtali í DV komu á óvart, ekki sízt í ljósi þess að Björgvin átti sem yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar sinn þátt í að rannsóknir lögreglunnar á kynferðisbrotum hafa orðið faglegri og fórnarlömbunum er sýnd meiri virðing og nærgætni en algengt var áður. Nú hafa bæði Björgvin og lögregluembættið brugðizt rétt við; yfirmaðurinn bað um flutning úr starfi yfirmanns kynferðisbrotadeildarinnar. Hann og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa beðizt afsökunar á ummælunum og ítrekað að þau „endurspegli á engan hátt afstöðu eða viðhorf embættisins til kynferðisbrota eða fórnarlamba slíkra brota." Í umræðum manna á meðal hefur borið á þeim rökum, að ekki sé hægt að gagnrýna lögreglumanninn fyrir að hvetja fólk til að gæta að sér og verða ekki bjargarlaust vegna áfengis- og fíkniefnavímu. Þetta sé aðeins heilbrigð skynsemi. Þetta er rétt, en þá er litið framhjá því sem Björgvin Björgvinsson sagði í framhaldinu: „Oftar en ekki eru þessi mál [nauðgunarmál og önnur kynferðisbrot] tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér." Það eru þessi ummæli, sem eru afar óheppileg úr munni manns, sem á að stjórna rannsóknum á kynferðisbrotum. Þau hvetja tæplega fórnarlömb nauðgunar til að kæra glæpinn. Að sjálfsögðu eiga allir að bera ábyrgð á sjálfum sér og það er satt og rétt, að ofurölvi einstaklingur er alltaf í hættu að verða sjálfum sér og öðrum til skaða. Fólk þarf að gæta bæði að eigin virðingu og öryggi þegar það fær sér í glas. En það tekur að sjálfsögðu ekki ábyrgðina af þeim, sem notfæra sér ástand fólks í áfengis- eða fíkniefnadái til að fremja kynferðisglæp. Ekkert réttlætir slíkan verknað. Það hefur verið býsna algengt viðhorf að fórnarlömb nauðgunar ættu sjálf einhverja sök á glæpnum. Konur hafa verið sagðar klæða sig þannig að það byði hættunni heim, hafa daðrað við ofbeldismennina, verið of drukknar og þar fram eftir götum. Þetta viðhorf hefur stuðlað að því að koma inn sektarkennd hjá fórnarlömbunum og dregið úr mörgum kjarkinn að kæra ofbeldismennina. Þessir fordómar hafa hins vegar verið á undanhaldi, jafnt innan lögreglunnar sem annars staðar. Ummæli lögreglumannsins voru óheppileg, en gáfu lögreglunni jafnframt ágætt tækifæri til að segja skýrt og skorinort að þetta gamla viðhorf eigi ekki lengur rétt á sér.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun