Klovn á hvíta tjaldið 6. mars 2010 05:30 Kvikmynd í bígerð Casper Christiansen og Frank Hvam eru að gera kvikmynd um Klovn-tvíeykið. Ekki liggur þó fyrir hvenær myndin fer í tökur.Fréttablaðið/Anton Aðdáendur danska grínparsins Franks Hvam og Caspers Christiansen þurfa ekki að kvíða neinum þurrki. Danskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því að félagarnir séu með stórt verkefni í smíðum. Danska Ekstra Bladet greindi frá því í vikunni að Klovn-dúettinn væri að skrifa handrit að kvikmynd. Ekstra Bladet hefur eftir Casper að þeir séu komnir vel á veg með handritið en að þeir viti ekkert hvort og hvenær kvikmyndin sjálf verður að veruleika. „Við vitum ekkert hvort þetta verður að veruleika en við skemmtum okkur konunglega við að skrifa handritið,“ sagði Casper í samtali við Ekstra Bladet. Casper tekur hins vegar fram að þeir leggi sig mikið fram við að skrifa handrit að kvikmynd. Ekki að einum löngum þætti. „Þetta á að vera bíómynd með endi og það sem er kannski mikilvægast er að Frank fær að þróast og þroskast sem persóna. Og svo lendir hann náttúrlega í einhverju svakalegu,“ hefur Ekstra Bladet eftir Casper. Klovn hefur verið einn vinsælasti þáttur Dana undanfarin ár og vinsældir hans rötuðu alla leið til Íslands þar sem þeir Casper og Frank eru hálfgerðar ofurstjörnur. Þættirnir lýsa hinu vandræðalega lífi Franks og samskiptum hans við kærustuna sína og vin sinn Casper sem er einstaklega lunkinn við að koma þeim félögum í ótrúlegar aðstæður. Sex þáttaraðir hafa verið framleiddar og ekki er útséð með að fleiri verði gerðar. Kumpánarnir hafa líka hafið framleiðslu á bjór sem enn hefur ekki ratað hingað. Frank og Casper eru miklir Íslandsvinir; Frank leikur eitt aðalhlutverkanna í gamanheimildarþáttaröð Gunnars Hanssonar um norrænt grín og Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, hafa vanið komur sínar til Reykjavíkur undanfarin ár, dvöldu meðal annars í höfuðborginni um síðustu jól Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aðdáendur danska grínparsins Franks Hvam og Caspers Christiansen þurfa ekki að kvíða neinum þurrki. Danskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því að félagarnir séu með stórt verkefni í smíðum. Danska Ekstra Bladet greindi frá því í vikunni að Klovn-dúettinn væri að skrifa handrit að kvikmynd. Ekstra Bladet hefur eftir Casper að þeir séu komnir vel á veg með handritið en að þeir viti ekkert hvort og hvenær kvikmyndin sjálf verður að veruleika. „Við vitum ekkert hvort þetta verður að veruleika en við skemmtum okkur konunglega við að skrifa handritið,“ sagði Casper í samtali við Ekstra Bladet. Casper tekur hins vegar fram að þeir leggi sig mikið fram við að skrifa handrit að kvikmynd. Ekki að einum löngum þætti. „Þetta á að vera bíómynd með endi og það sem er kannski mikilvægast er að Frank fær að þróast og þroskast sem persóna. Og svo lendir hann náttúrlega í einhverju svakalegu,“ hefur Ekstra Bladet eftir Casper. Klovn hefur verið einn vinsælasti þáttur Dana undanfarin ár og vinsældir hans rötuðu alla leið til Íslands þar sem þeir Casper og Frank eru hálfgerðar ofurstjörnur. Þættirnir lýsa hinu vandræðalega lífi Franks og samskiptum hans við kærustuna sína og vin sinn Casper sem er einstaklega lunkinn við að koma þeim félögum í ótrúlegar aðstæður. Sex þáttaraðir hafa verið framleiddar og ekki er útséð með að fleiri verði gerðar. Kumpánarnir hafa líka hafið framleiðslu á bjór sem enn hefur ekki ratað hingað. Frank og Casper eru miklir Íslandsvinir; Frank leikur eitt aðalhlutverkanna í gamanheimildarþáttaröð Gunnars Hanssonar um norrænt grín og Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, hafa vanið komur sínar til Reykjavíkur undanfarin ár, dvöldu meðal annars í höfuðborginni um síðustu jól
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp