Kjósendur opnir fyrir nýjungum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. september 2010 06:00 Ýmsar ályktanir er hægt að draga af niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi flokkanna, sem sagt var frá í gær. Í fyrsta lagi vekur það athygli að þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu ósammála um mörg stærstu málin í íslenzkri pólitík, hver uppákoman reki aðra í stjórnarsamstarfinu og ýmis mikilvæg mál sitji föst vegna þess að ríkisstjórnin hefur í raun ekki þingmeirihluta fyrir þeim, styður áfram um helmingur þeirra sem afstöðu taka stjórnarflokkana. Þetta bendir til að stjórnarandstöðunni hafi mistekizt að nýta sér veikleikana í stjórnarsamstarfinu og bjóða upp á trúverðugan valkost. Þetta er ekki gæfulegt ástand, allra sízt þegar þjóðin þarf svo sárlega á því að halda að haldið sé af festu um stjórnartaumana og framtíðarsýnin sé skýr. Í öðru lagi kemur vantrúin á flokkunum fram í því að nærri annar hver kjósandi hefur ekki þá trú á neinum flokki, að hann treysti sér til að nefna hann. Um helmingur svarenda tók þannig ekki afstöðu. Líkast til er óþolið gagnvart hinum hefðbundnu flokkum líka ástæðan fyrir því að fylgi Hreyfingarinnar tekur skyndilegan kipp, eftir að litið hafði út fyrir að flokkurinn væri að deyja út. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir í Fréttablaðinu í gær að niðurstöður könnunarinnar sýni meðal annars að jarðvegur geti verið fyrir nýtt framboð á borð við Bezta flokkinn, sem vann ótrúlegan kosningasigur í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík síðastliðið vor. Sigur Bezta flokksins sýnir þeim sem gætu viljað ögra gamla fjórflokkakerfinu hverju er hægt að áorka, jafnvel án pólitískrar reynslu, efnismikillar stefnu eða mikilla fjármuna. Kjósendur eru einfaldlega opnir fyrir nýjungum. Grundvöllur nýrra framboða getur verið margs konar. Flokkur, sem byði fram hæft fólk undir merkjum siðbótar í stjórnmálum gæti líkast til náð árangri. Sama má segja um framboð, sem nýtti sér að ýmis stór mál kljúfa einn eða fleiri flokka. Niðurstöður úr könnun Fréttablaðsins, sem birtar eru í dag, sýna til dæmis að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru klofnir nokkurn veginn til helminga um afstöðuna til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Miðju-hægriflokkur sem hefði á dagskrá að ljúka aðildarviðræðum og ná fram góðri niðurstöðu fyrir Ísland gæti nýtt sér það. Sama má segja um Evrópusinnaðan umhverfisflokk, sem miðað við niðurstöðu könnunarinnar gæti náð fylgi af Vinstri grænum. Allt gefur þetta hefðbundnu flokkunum ástæðu til að forðast þingkosningar eins og heitan eldinn. En hvað geta þeir gert til að vinna traust kjósenda á ný? Benda umræðurnar á Alþingi, ekki aðeins um Landsdómsmálið heldur ýmis önnur mál, til að flokkarnir séu þess trausts verðir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Ýmsar ályktanir er hægt að draga af niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi flokkanna, sem sagt var frá í gær. Í fyrsta lagi vekur það athygli að þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu ósammála um mörg stærstu málin í íslenzkri pólitík, hver uppákoman reki aðra í stjórnarsamstarfinu og ýmis mikilvæg mál sitji föst vegna þess að ríkisstjórnin hefur í raun ekki þingmeirihluta fyrir þeim, styður áfram um helmingur þeirra sem afstöðu taka stjórnarflokkana. Þetta bendir til að stjórnarandstöðunni hafi mistekizt að nýta sér veikleikana í stjórnarsamstarfinu og bjóða upp á trúverðugan valkost. Þetta er ekki gæfulegt ástand, allra sízt þegar þjóðin þarf svo sárlega á því að halda að haldið sé af festu um stjórnartaumana og framtíðarsýnin sé skýr. Í öðru lagi kemur vantrúin á flokkunum fram í því að nærri annar hver kjósandi hefur ekki þá trú á neinum flokki, að hann treysti sér til að nefna hann. Um helmingur svarenda tók þannig ekki afstöðu. Líkast til er óþolið gagnvart hinum hefðbundnu flokkum líka ástæðan fyrir því að fylgi Hreyfingarinnar tekur skyndilegan kipp, eftir að litið hafði út fyrir að flokkurinn væri að deyja út. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir í Fréttablaðinu í gær að niðurstöður könnunarinnar sýni meðal annars að jarðvegur geti verið fyrir nýtt framboð á borð við Bezta flokkinn, sem vann ótrúlegan kosningasigur í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík síðastliðið vor. Sigur Bezta flokksins sýnir þeim sem gætu viljað ögra gamla fjórflokkakerfinu hverju er hægt að áorka, jafnvel án pólitískrar reynslu, efnismikillar stefnu eða mikilla fjármuna. Kjósendur eru einfaldlega opnir fyrir nýjungum. Grundvöllur nýrra framboða getur verið margs konar. Flokkur, sem byði fram hæft fólk undir merkjum siðbótar í stjórnmálum gæti líkast til náð árangri. Sama má segja um framboð, sem nýtti sér að ýmis stór mál kljúfa einn eða fleiri flokka. Niðurstöður úr könnun Fréttablaðsins, sem birtar eru í dag, sýna til dæmis að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru klofnir nokkurn veginn til helminga um afstöðuna til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Miðju-hægriflokkur sem hefði á dagskrá að ljúka aðildarviðræðum og ná fram góðri niðurstöðu fyrir Ísland gæti nýtt sér það. Sama má segja um Evrópusinnaðan umhverfisflokk, sem miðað við niðurstöðu könnunarinnar gæti náð fylgi af Vinstri grænum. Allt gefur þetta hefðbundnu flokkunum ástæðu til að forðast þingkosningar eins og heitan eldinn. En hvað geta þeir gert til að vinna traust kjósenda á ný? Benda umræðurnar á Alþingi, ekki aðeins um Landsdómsmálið heldur ýmis önnur mál, til að flokkarnir séu þess trausts verðir?
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun