Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir mun taka sæti Ásbjörns Óttarssonar í þingmannanefnd sem semur tillögur um viðbrögð vegna hrunskýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Þetta kom fram við upphaf þingfundar í dag.
Ásbjörn sagði sig úr nefndinni eftir að hann viðurkenndi lögbrot í Kastljósi þegar hann greiddi sér sjálfum arð af fyrirtæki í sinni eigu þegar það var rekið með tapi. Málið er til skoðunar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.