Bíll forystumannsins góður á götum Singapúr 21. september 2010 15:37 Mark Webber í flóðljósunum í Singapúr í fyrra. Mynd: Getty Images Mark Webber sem er efstur í stigamóti ökumanna telur að Red Bull bíllinn henti vel á götur Singapúr, en keppt verður á brautinni um helgina. Webber var ekki meðal þeirra fremstu í síðustu keppni, á Monza á Ítalíu, en náði engu síður forystu í stigamótinu, eftir að Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik. Fimm ökumenn berjast um titilinn og þéttist hópurinn eftir síðustu keppni, hvað stigastöðuna varðar. "Ég kann vel við Singapúr og mótið er óvenjulegt þar sem keppt er að næturlagi. Áhorfendur virðast mjög nærri brautinni, þannig að þetta er heimilislegt", sagði Webber um mótið í tilkynningu frá Red Bull á f1.com. "Ég vonast til að bæta árangur minn frá því í fyrra og þar sem þetta er braut sem krefst mikils niðurtogs frá yfirbyggingunni ætti mótið að henta okkar bíl. Brautinni svipar til Mónakó og Búdapest og okkur gekk vel á þeim brautum. Ég vonast því eftir hagstæðum úrslitum. Við eigum enn eftir að upplifa rigningu á flóðlýstri braut og verður fróðlegt að sjá hvað gerist ef það rignir", sagði Webber. Stigastaða efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 187, 2. Lewis Hamilton, McLaren 182, 3. Fernando Alonso, Ferrari 166, 4. Jenson Button, McLaren Mercedes 165, 5. Sebastian Vettel, Red Bull 163. Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber sem er efstur í stigamóti ökumanna telur að Red Bull bíllinn henti vel á götur Singapúr, en keppt verður á brautinni um helgina. Webber var ekki meðal þeirra fremstu í síðustu keppni, á Monza á Ítalíu, en náði engu síður forystu í stigamótinu, eftir að Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik. Fimm ökumenn berjast um titilinn og þéttist hópurinn eftir síðustu keppni, hvað stigastöðuna varðar. "Ég kann vel við Singapúr og mótið er óvenjulegt þar sem keppt er að næturlagi. Áhorfendur virðast mjög nærri brautinni, þannig að þetta er heimilislegt", sagði Webber um mótið í tilkynningu frá Red Bull á f1.com. "Ég vonast til að bæta árangur minn frá því í fyrra og þar sem þetta er braut sem krefst mikils niðurtogs frá yfirbyggingunni ætti mótið að henta okkar bíl. Brautinni svipar til Mónakó og Búdapest og okkur gekk vel á þeim brautum. Ég vonast því eftir hagstæðum úrslitum. Við eigum enn eftir að upplifa rigningu á flóðlýstri braut og verður fróðlegt að sjá hvað gerist ef það rignir", sagði Webber. Stigastaða efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 187, 2. Lewis Hamilton, McLaren 182, 3. Fernando Alonso, Ferrari 166, 4. Jenson Button, McLaren Mercedes 165, 5. Sebastian Vettel, Red Bull 163.
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira