Horfur á sögulegum Formúlu 1 spennutrylli 14. nóvember 2010 00:01 Christian Horner hjá meistaraliði Red Bull og Martin Whitmarsh ræða málin. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Það hefur aldrei gerst í 60 ára sögu Formúlu 1 að fjórir ökumenn hafi átt möguleika í síðustu keppni ársins á titli. Síðan getur Sebastian Vettel orðið yngsti ökumaður sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton hjá McLaren frá árinu 2008. "Þetta getur orðið einn mesti spennutryllir í sögu Formúlu 1 og ég er viss um að áhorfendur á staðnum og sjónvarpsáhorfendur verða allir á nálum. Þetta gæti orðið afar dramatísk íþróttakeppni", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu, Hamilton við hlið hans, þá koma Fernando Alonso á Ferrari, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull. Fjórir af fimm þeirra eiga möguleika á titlinum, en ekki Button. "Lewis og Jenson ók stórvel í tímatökunni og Hamilton tapaði fremsta stað á ráslínu með örfáum sekúndubrotum og það eru nokkur vonbrigði. Hann hefur aðeins eitt markmið, sigur og 25 stig. Hann varður með samkeppnisfæran bíl og verður í standi til að ná árangri. Þá gæti Jenson náð góðum árangri og tryggt McLaren annað sætið í keppni bílasmiða", sagði Whitmarsh. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag er í beinni útsendingu kl. 12.30 á sunnudag og þátturinn Endamarkið fylgir í kjölfarið, þar sem farið verður yfir allt sem gerðist í mótinu og það sem er framundan 2011. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Það hefur aldrei gerst í 60 ára sögu Formúlu 1 að fjórir ökumenn hafi átt möguleika í síðustu keppni ársins á titli. Síðan getur Sebastian Vettel orðið yngsti ökumaður sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton hjá McLaren frá árinu 2008. "Þetta getur orðið einn mesti spennutryllir í sögu Formúlu 1 og ég er viss um að áhorfendur á staðnum og sjónvarpsáhorfendur verða allir á nálum. Þetta gæti orðið afar dramatísk íþróttakeppni", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu, Hamilton við hlið hans, þá koma Fernando Alonso á Ferrari, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull. Fjórir af fimm þeirra eiga möguleika á titlinum, en ekki Button. "Lewis og Jenson ók stórvel í tímatökunni og Hamilton tapaði fremsta stað á ráslínu með örfáum sekúndubrotum og það eru nokkur vonbrigði. Hann hefur aðeins eitt markmið, sigur og 25 stig. Hann varður með samkeppnisfæran bíl og verður í standi til að ná árangri. Þá gæti Jenson náð góðum árangri og tryggt McLaren annað sætið í keppni bílasmiða", sagði Whitmarsh. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag er í beinni útsendingu kl. 12.30 á sunnudag og þátturinn Endamarkið fylgir í kjölfarið, þar sem farið verður yfir allt sem gerðist í mótinu og það sem er framundan 2011.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira