Sex landsdómsmenn hyggjast taka sæti 1. október 2010 04:45 Sex af þeim átta aðalmönnum sem Alþingi kaus árið 2005 til setu í landsdómi hafa staðfest við Fréttablaðið að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að taka sæti í dóminum, verði hann kallaður saman. Einn dómenda má ekki taka sæti sökum aldurs. Til stendur að dómurinn rétti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég vonast til þess í lengstu lög að dómurinn verði ekki kallaður saman, en verði hann kallaður saman verður maður að taka ábyrgð," segir Sigrún Magnúsdóttir, ein áttmenninganna sem kosin var til setu í dóminum. Bæði verjendur og saksóknari í málum sem fara fyrir landsdóm geta krafist þess að dómendur víki sökum vanhæfis. Sigrún er eiginkona Páls Péturssonar, sem sat í ríkisstjórn með Geir. Hún segist ekki sjá að það geri sig vanhæfa. Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig kjörin í dóminn. Hún á ekki von á öðru en að hún muni taka sæti í dóminum. Spurð um vanhæfi bendir hún á að kjörið hafi verið í landsdóm eftir flokkspólitískum línum, og fleiri en hún hafi pólitísk tengsl. „Ég er mjög fegin að þurfa ekki að takast á við þetta," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ein þeirra sem kosin var til setu í dóminum. Í lögum um dóminn kemur fram að dómendur megi ekki sitja séu þeir yngri en 30 ára eða eldri en 70 ára. Jóna varð 70 ára nokkrum mánuðum eftir að Alþingi kaus hana til setu í dóminum. Samkvæmt lista yfir varamenn í dóminum á Lára V. Júlíusdóttir lögmaður að taka sæti Jónu. Lára er settur ríkissaksóknari í máli nímenninganna sem sakaðir eru um árás á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Ekki náðist í Láru við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Ekki náðist í Hlöðver Kjartansson, einn þeirra sem kjörinn var í landsdóm.- bj Fréttir Landsdómur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Sex af þeim átta aðalmönnum sem Alþingi kaus árið 2005 til setu í landsdómi hafa staðfest við Fréttablaðið að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að taka sæti í dóminum, verði hann kallaður saman. Einn dómenda má ekki taka sæti sökum aldurs. Til stendur að dómurinn rétti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég vonast til þess í lengstu lög að dómurinn verði ekki kallaður saman, en verði hann kallaður saman verður maður að taka ábyrgð," segir Sigrún Magnúsdóttir, ein áttmenninganna sem kosin var til setu í dóminum. Bæði verjendur og saksóknari í málum sem fara fyrir landsdóm geta krafist þess að dómendur víki sökum vanhæfis. Sigrún er eiginkona Páls Péturssonar, sem sat í ríkisstjórn með Geir. Hún segist ekki sjá að það geri sig vanhæfa. Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig kjörin í dóminn. Hún á ekki von á öðru en að hún muni taka sæti í dóminum. Spurð um vanhæfi bendir hún á að kjörið hafi verið í landsdóm eftir flokkspólitískum línum, og fleiri en hún hafi pólitísk tengsl. „Ég er mjög fegin að þurfa ekki að takast á við þetta," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ein þeirra sem kosin var til setu í dóminum. Í lögum um dóminn kemur fram að dómendur megi ekki sitja séu þeir yngri en 30 ára eða eldri en 70 ára. Jóna varð 70 ára nokkrum mánuðum eftir að Alþingi kaus hana til setu í dóminum. Samkvæmt lista yfir varamenn í dóminum á Lára V. Júlíusdóttir lögmaður að taka sæti Jónu. Lára er settur ríkissaksóknari í máli nímenninganna sem sakaðir eru um árás á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Ekki náðist í Láru við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Ekki náðist í Hlöðver Kjartansson, einn þeirra sem kjörinn var í landsdóm.- bj
Fréttir Landsdómur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent