Jón Ólafsson selur vatn á bandarískum flugvöllum 9. apríl 2010 11:42 Jón Ólafsson hefur gert samning við HMSHost um sölu vatns á bandarískum flugvöllum. Icelandic Water Holdings, framleiðandi Icelandic Glacial vatnsins, hefur skrifað undir samning við HMSHost Corporation, sem hefur sérleyfi til smásölu á ýmsum ferðamannastöðum, um sölu vatnsins í söluturnum á 23 stórum flugvöllum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en stjórnarformaður þess er Jón Ólafsson, athafnamaður. Á meðal þeirra eru Washington Dulles International, Miami International og Hartsfield-Jackson Atlanta International Airport. Jafnframt verður vatnið til sölu á greiðasölustöðum og ferðamannamiðstöðvum við þjóðvegi í tólf ríkjum. Þar á meðal eru New Jersey Turnpike og New York Thruway. Alls eru hinir nýju sölustaðir vestan hafs yfir 150 talsins. „HMSHost leggur mikla áherslu á sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa vegna starfsemi sinnar", segir Joan Ryzner, aðstoðarforstjóri félagsins. „Með samstarfinu við Icelandic Glacial höfum við ekki aðeins fundið fyrirtæki með frábæra vöru heldur bætist það í hóp annarra birgja okkar þar sem mikið er lagt upp úr umhverfisþáttum framleiðslunnar. Fyrir nokkrum árum settum við saman okkar eigið efni, StartSomewhere, til að fræða starfsfólk okkar, viðskiptavini og birgja um mikilvægi þess að takmarka úrgang, nota endurvinnanlegar umbúðir og endurnýta eins mikið efni og mögulegt er. Okkur er sönn ánægja af því að fá Icelandic Glacial í þennan hóp." Icelandic Water Holdings er fyrsta fyrirtækið í vinnslu átappaðs vatns fyrir Bandaríkjamarkað sem hlotið hefur viðurkenningu samtakanna Carbon Neutral fyrir umhverfisskuldbindingar sínar og er bæði framleiðsla og dreifing vatnsins að fullu kolefnisjöfnuð. Samningurinn við HMSHost kemur í kjölfar þess að hið virta evrópska ráðgjafarfyrirtæki á sviði matvæla og drykkjarvöru, Zenith International, vottaði sjálfbærni Icelandic Glacial vatnsins. Icelandic Glacial vatnið er framleitt af Icelandic Water Holdings ehf. sem var stofnað í apríl 2004 og er staðsett í Ölfusi. Félagið er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Ólafssonar og Anaheuser-Busch. Icelandic Glacial hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir gæði, umhverfisvæna framleiðsluhætti og hönnun. Má þar nefna Best Water of 2007 frá BevNet, Global Sustainability Award frá Bottled Water World árið 2007 og verðlaun fyrir bestu heildarhönnunina á Bottled Water World árið 2005. HMSHost er leiðandi fyrirtæki í verslun og greiðasölu til ferðamanna. Fyrirtækið rekur þjónustu sína á yfir 100 flugvöllum víða um heim og eru 20 stærstu flugvellir Bandaríkjanna þar á meðal. Árleg velta félagsins er um 2,7 milljarðar dollara og starfsmenn á vegum þess eru yfir 34.000 talsins. HMSHost er hluti af Autogrill Group sem starfar í 43 löndum með yfir sjötíu þúsund starfsmenn og veltu sem nam yfir 5,7 milljörðum evra á síðasta ári. Innlent Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Icelandic Water Holdings, framleiðandi Icelandic Glacial vatnsins, hefur skrifað undir samning við HMSHost Corporation, sem hefur sérleyfi til smásölu á ýmsum ferðamannastöðum, um sölu vatnsins í söluturnum á 23 stórum flugvöllum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en stjórnarformaður þess er Jón Ólafsson, athafnamaður. Á meðal þeirra eru Washington Dulles International, Miami International og Hartsfield-Jackson Atlanta International Airport. Jafnframt verður vatnið til sölu á greiðasölustöðum og ferðamannamiðstöðvum við þjóðvegi í tólf ríkjum. Þar á meðal eru New Jersey Turnpike og New York Thruway. Alls eru hinir nýju sölustaðir vestan hafs yfir 150 talsins. „HMSHost leggur mikla áherslu á sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa vegna starfsemi sinnar", segir Joan Ryzner, aðstoðarforstjóri félagsins. „Með samstarfinu við Icelandic Glacial höfum við ekki aðeins fundið fyrirtæki með frábæra vöru heldur bætist það í hóp annarra birgja okkar þar sem mikið er lagt upp úr umhverfisþáttum framleiðslunnar. Fyrir nokkrum árum settum við saman okkar eigið efni, StartSomewhere, til að fræða starfsfólk okkar, viðskiptavini og birgja um mikilvægi þess að takmarka úrgang, nota endurvinnanlegar umbúðir og endurnýta eins mikið efni og mögulegt er. Okkur er sönn ánægja af því að fá Icelandic Glacial í þennan hóp." Icelandic Water Holdings er fyrsta fyrirtækið í vinnslu átappaðs vatns fyrir Bandaríkjamarkað sem hlotið hefur viðurkenningu samtakanna Carbon Neutral fyrir umhverfisskuldbindingar sínar og er bæði framleiðsla og dreifing vatnsins að fullu kolefnisjöfnuð. Samningurinn við HMSHost kemur í kjölfar þess að hið virta evrópska ráðgjafarfyrirtæki á sviði matvæla og drykkjarvöru, Zenith International, vottaði sjálfbærni Icelandic Glacial vatnsins. Icelandic Glacial vatnið er framleitt af Icelandic Water Holdings ehf. sem var stofnað í apríl 2004 og er staðsett í Ölfusi. Félagið er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Ólafssonar og Anaheuser-Busch. Icelandic Glacial hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir gæði, umhverfisvæna framleiðsluhætti og hönnun. Má þar nefna Best Water of 2007 frá BevNet, Global Sustainability Award frá Bottled Water World árið 2007 og verðlaun fyrir bestu heildarhönnunina á Bottled Water World árið 2005. HMSHost er leiðandi fyrirtæki í verslun og greiðasölu til ferðamanna. Fyrirtækið rekur þjónustu sína á yfir 100 flugvöllum víða um heim og eru 20 stærstu flugvellir Bandaríkjanna þar á meðal. Árleg velta félagsins er um 2,7 milljarðar dollara og starfsmenn á vegum þess eru yfir 34.000 talsins. HMSHost er hluti af Autogrill Group sem starfar í 43 löndum með yfir sjötíu þúsund starfsmenn og veltu sem nam yfir 5,7 milljörðum evra á síðasta ári.
Innlent Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira