Meinfyndinn Machete Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. nóvember 2010 07:00 Eini tilgangur Machete er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar. Bíó *** Machete Leikstjórar: Robert Rodriguez, Ethan Maniquis. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Jeff Fahey, Robert De Niro, Steven Seagal, Don Johnson, Cheech Marin, Lindsay Lohan. Þeir sem þekkja ekki nafn Danny Trejo þekkja þó líklega andlit hans. Hann er einn af þessum leikurum sem við höfum öll séð í milljón myndum, oftast í hlutverki hrotta, og aldrei í aðalhlutverki. Aldrei fyrr en nú. Í Machete leikur hann fyrrverandi lögreglumann frá Mexíkó sem er ólöglega búsettur í Bandaríkjunum og fær það vafasama verkefni að ráða þingframbjóðanda af dögum gegn greiðslu. Þeir sem fá hann til verksins eru þó ekki allir þar sem þeir eru séðir og fljótlega er lögreglumaðurinn sjálfur orðinn skotmark. Machete er sjálfmeðvituð B-mynd, hvers eini tilgangur er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar, en þeir sem þekkja til fyrri verka Roberts Rodriguez vita svo sem vel við hverju má búast í myndum hans. Leikararnir eru í miklu stuði og skemmtilegastur er sjálfur Danny Trejo. Michelle Rodriguez er án nokkurs vafa kynþokkafyllsti taco-sölumaður heims, og skúrkarnir voru allir góðir (De Niro, Fahey, Johnson og Seagal). Þeir voru bara of margir. Stærsti galli myndarinnar er þó lokauppgjörið. Þar er of mikið að gerast í einu og það endar bara einhvern veginn. Niðurstaða: Þrælskemmtileg hasarmynd af gamla skólanum, en missir dampinn eilítið í restina. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Bíó *** Machete Leikstjórar: Robert Rodriguez, Ethan Maniquis. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Jeff Fahey, Robert De Niro, Steven Seagal, Don Johnson, Cheech Marin, Lindsay Lohan. Þeir sem þekkja ekki nafn Danny Trejo þekkja þó líklega andlit hans. Hann er einn af þessum leikurum sem við höfum öll séð í milljón myndum, oftast í hlutverki hrotta, og aldrei í aðalhlutverki. Aldrei fyrr en nú. Í Machete leikur hann fyrrverandi lögreglumann frá Mexíkó sem er ólöglega búsettur í Bandaríkjunum og fær það vafasama verkefni að ráða þingframbjóðanda af dögum gegn greiðslu. Þeir sem fá hann til verksins eru þó ekki allir þar sem þeir eru séðir og fljótlega er lögreglumaðurinn sjálfur orðinn skotmark. Machete er sjálfmeðvituð B-mynd, hvers eini tilgangur er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar, en þeir sem þekkja til fyrri verka Roberts Rodriguez vita svo sem vel við hverju má búast í myndum hans. Leikararnir eru í miklu stuði og skemmtilegastur er sjálfur Danny Trejo. Michelle Rodriguez er án nokkurs vafa kynþokkafyllsti taco-sölumaður heims, og skúrkarnir voru allir góðir (De Niro, Fahey, Johnson og Seagal). Þeir voru bara of margir. Stærsti galli myndarinnar er þó lokauppgjörið. Þar er of mikið að gerast í einu og það endar bara einhvern veginn. Niðurstaða: Þrælskemmtileg hasarmynd af gamla skólanum, en missir dampinn eilítið í restina.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira