Sænska félagið Kristianstad greindi frá því á heimasíðu sinni í gær að Íslendingarnir Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir hefðu framlengt samninga sína við félagið til loka tímabilsins 2011.
Erla hefur verið hjá félaginu síðan 2007 en Guðný samdi við liðið fyrir síðasta tímabil. Margrét Lára lék með Linköping fyrri hluta tímabilsins en gekk svo í raðir Kristianstad.
Hólmfríður Magnúsdóttir lék einnig með liðinu í sumar en hún er á leið til Philadelphia Independence í Bandaríkjunum.
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.