Alonso og Massa frumsýndu Ferrari 28. janúar 2010 11:06 Nýr Ferrari bíll var frumsýndur í dag. Spánverjinn Fernando Alonso og Felipe Massa frumsýndi nýjan Ferrari á Ítalíu í dag. Alonso er nýr liðsmaður Ferrari, en hann ók fyrir Renault í fyrra. Massa hefur náð sér af meiðslum sem hann hlaut í fyrra og klár í slaginn. "Þetta er fyrsta frumsýning mín með Ferrari og stundin því þrunginn tilfinningum. Ég er þakklátur Ferrari, sem hefur lagt hart að sér síðustu mánuði til að þessi draumur yrði að veruleika, þessi nýi bíll. Það er mikil ástríða að baki þessu verki", sagði Alonso. "Við erum tilbúnir að takast á við verkefnið og það er mitt verk að skila öllu sem bíllinn býður upp á. Við Massa verðir sterkir saman og væntum þess að færa Ferrari áhangendum meistaratitilinn", sagði Alonso. Massa lenti í erfiðleikum í fyrra þegar hann lenti í slysi í Ungverjalandi og óttast var um líf hans um tíma, eftir að hann fékk gorm í höfuðið í tímatökunni í Búdapest. Hann hefur þó náð sér að fullu með hjálp góðra manna og eigin styrk, "Það er óneitanlega ánægjulegt að vera á frumsýningu Ferrari, því síðasta ár var erfitt. Ég er stoltur og vill vinna af meiri elju en nokkurn tíma áður. Ég vona að þessi bíll verði mjög samkeppnisfær, að við verðum fremstir á ráslínu í tímatökum að við berjumst um titilinn", sagði Massa. Alosno er með langtímasamning við Ferrari og kveðst vilja ljúka ferlinum með liðinu, en hann varð meistari í tvígang með Renault, tók eitt ár með McLaren og ók síðan á ný með Renault, en samdi við Ferrari á síðasta ári.Hægt er að fylgjast með beint með fleiri atriðum frá Ferrari í beinni útsendingu á ferrari.com í dag. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso og Felipe Massa frumsýndi nýjan Ferrari á Ítalíu í dag. Alonso er nýr liðsmaður Ferrari, en hann ók fyrir Renault í fyrra. Massa hefur náð sér af meiðslum sem hann hlaut í fyrra og klár í slaginn. "Þetta er fyrsta frumsýning mín með Ferrari og stundin því þrunginn tilfinningum. Ég er þakklátur Ferrari, sem hefur lagt hart að sér síðustu mánuði til að þessi draumur yrði að veruleika, þessi nýi bíll. Það er mikil ástríða að baki þessu verki", sagði Alonso. "Við erum tilbúnir að takast á við verkefnið og það er mitt verk að skila öllu sem bíllinn býður upp á. Við Massa verðir sterkir saman og væntum þess að færa Ferrari áhangendum meistaratitilinn", sagði Alonso. Massa lenti í erfiðleikum í fyrra þegar hann lenti í slysi í Ungverjalandi og óttast var um líf hans um tíma, eftir að hann fékk gorm í höfuðið í tímatökunni í Búdapest. Hann hefur þó náð sér að fullu með hjálp góðra manna og eigin styrk, "Það er óneitanlega ánægjulegt að vera á frumsýningu Ferrari, því síðasta ár var erfitt. Ég er stoltur og vill vinna af meiri elju en nokkurn tíma áður. Ég vona að þessi bíll verði mjög samkeppnisfær, að við verðum fremstir á ráslínu í tímatökum að við berjumst um titilinn", sagði Massa. Alosno er með langtímasamning við Ferrari og kveðst vilja ljúka ferlinum með liðinu, en hann varð meistari í tvígang með Renault, tók eitt ár með McLaren og ók síðan á ný með Renault, en samdi við Ferrari á síðasta ári.Hægt er að fylgjast með beint með fleiri atriðum frá Ferrari í beinni útsendingu á ferrari.com í dag.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira