Draumur Perez frá Mexíkó rætist um borð í Sauber Formúlu 1 bíl 18. nóvember 2010 16:13 Sergio Perez æfði í Abu Dhabi í gær. Mynd: Getty Images/Andrew Hone Sergio Perez frá Mexikó verður fyrsti sá fyrsti frá sínu heimalandi í 30 ár sem keppir í Formúlu 1 á næsta ári, þegar hann mætir á Sakhir brautina í Barein í mars. Síðasti Formúlu 1 kappinn frá Mexíkó sem keppti var Hector Alonso Rebaque, þrír aðrir ökumenn frá Mexikó hafa keppt í Formúlu 1 gegnum tíðina. Hinir eru Pedro Rodríguez, Ricardo RodrÍquez og Moisóes Solana. Perez er fæddur árið 1990 og verður 21 árs þegar hann mætir á ráslínuna. Hann ekur með Sauber og æfði í Abu Dhabi í gær og náði sjötta besta tíma á æfingum með ungum ökumönnum sem þar fengu að spreyta sig með liðum sem vildu prófa þá. Í fréttttilkynningu frá Sauber er Perez spurður að því hvenær hann hafi fyrst dreymt um að keppa í Formúlu 1. "Síðan ég var strákur og var að keyra kartbíl með pabba og bróður mínum. Síðan þá dreymdi mig að geta keppt í Formúlu 1 og öll fjölskyldan hefur verið í akstursíþróttum í langan tíma. Faðir minn keppti og var líka einskonar umboðsmaður fyrir Adrian Fernandrz. Bróðir minn Antonio, sem er 24 ára er líka kappakstursökumaður og varð Nascar meistari í Mexíkó. Það hefur alltaf verið markmið mitt að komast í Formúlu 1 og ég vissi að ég þyrfti að færa fórnir til þess. Ég flutti frá heimalaindu og flutti í lítið þorp í Bæjaralandi þegar ég var fimmtán. Það var ekki auðvelt", sagði Perez. Perez segist andlega og líkamlega sterkur og hann hefur nokkra mánuði að eigin sögn til að vinna í þessum þáttum. Hann er fyrsti Mexíkóbúinn síðan 1981 sem keppir í Formúlu 1 og stoltur af því að keyra undir merkjum Mexíkó. "Ég elska Mexíkó og það er gott að njóta stuðnings í heimalandinu og sérstaklega frá Carlos Slim yngri, sem er góður vinur minn og ráðgjafi. Mexíkóbúar eru áhugasamir um kappakstur og að hafa ökumann á ný í Formúlu 1. Það er hvatning og góð tilfinning fyrir mig", sagði Perez. Perez varð meistari í bresku Formúlu 3 mótaröðinni í landsflokki og vann 14 mót af 14 2007, en færði sig yfir í alþjóðlega flokkinn árið eftir og vann 4 sigra og varð fjórði í stigamótinu. Hann keppti sama ár í GP mótaröðinni í Asíu 2008 og vann tvo sigra í 11 mótum. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á heimsvísu 2009 og varð tólfti að stigum, en landaði engum sigri. En í ár varð hann annar í GP2 meistaramótinu og vann 5 sigra og stekkur núna upp í Formúlu 1 bíl og finnur talsverðan mun. "Stærsti munurinn er við hemlun og gripið er ótrúlegt miðað við GP2 bíl. Þá er mun meira upplýsingaflæði og liðin stærri og fjöldi tæknimanna að biðja um upplýsingar. Það var mikilvægast að læra þetta ferli á fyrsta degi æfinga. Það að ég er þegar með samning við liðið þýðir að pressan er ekki eins mikil. Markmiðið var ekki að ná sem bestum tíma og vegna óhappa í brautinni komst ég aðeins eitt rennsli á nýjum dekkjum", sagði Perez. Perez ætlar að flytja til Sviss, til að vera nærri Sauber liðinu sem er staðsett í Hinwill og ætlar að æfa líkamsrækt af kappi í vetur. heimildir: wilkipedia.com og autosport.com Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sergio Perez frá Mexikó verður fyrsti sá fyrsti frá sínu heimalandi í 30 ár sem keppir í Formúlu 1 á næsta ári, þegar hann mætir á Sakhir brautina í Barein í mars. Síðasti Formúlu 1 kappinn frá Mexíkó sem keppti var Hector Alonso Rebaque, þrír aðrir ökumenn frá Mexikó hafa keppt í Formúlu 1 gegnum tíðina. Hinir eru Pedro Rodríguez, Ricardo RodrÍquez og Moisóes Solana. Perez er fæddur árið 1990 og verður 21 árs þegar hann mætir á ráslínuna. Hann ekur með Sauber og æfði í Abu Dhabi í gær og náði sjötta besta tíma á æfingum með ungum ökumönnum sem þar fengu að spreyta sig með liðum sem vildu prófa þá. Í fréttttilkynningu frá Sauber er Perez spurður að því hvenær hann hafi fyrst dreymt um að keppa í Formúlu 1. "Síðan ég var strákur og var að keyra kartbíl með pabba og bróður mínum. Síðan þá dreymdi mig að geta keppt í Formúlu 1 og öll fjölskyldan hefur verið í akstursíþróttum í langan tíma. Faðir minn keppti og var líka einskonar umboðsmaður fyrir Adrian Fernandrz. Bróðir minn Antonio, sem er 24 ára er líka kappakstursökumaður og varð Nascar meistari í Mexíkó. Það hefur alltaf verið markmið mitt að komast í Formúlu 1 og ég vissi að ég þyrfti að færa fórnir til þess. Ég flutti frá heimalaindu og flutti í lítið þorp í Bæjaralandi þegar ég var fimmtán. Það var ekki auðvelt", sagði Perez. Perez segist andlega og líkamlega sterkur og hann hefur nokkra mánuði að eigin sögn til að vinna í þessum þáttum. Hann er fyrsti Mexíkóbúinn síðan 1981 sem keppir í Formúlu 1 og stoltur af því að keyra undir merkjum Mexíkó. "Ég elska Mexíkó og það er gott að njóta stuðnings í heimalandinu og sérstaklega frá Carlos Slim yngri, sem er góður vinur minn og ráðgjafi. Mexíkóbúar eru áhugasamir um kappakstur og að hafa ökumann á ný í Formúlu 1. Það er hvatning og góð tilfinning fyrir mig", sagði Perez. Perez varð meistari í bresku Formúlu 3 mótaröðinni í landsflokki og vann 14 mót af 14 2007, en færði sig yfir í alþjóðlega flokkinn árið eftir og vann 4 sigra og varð fjórði í stigamótinu. Hann keppti sama ár í GP mótaröðinni í Asíu 2008 og vann tvo sigra í 11 mótum. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á heimsvísu 2009 og varð tólfti að stigum, en landaði engum sigri. En í ár varð hann annar í GP2 meistaramótinu og vann 5 sigra og stekkur núna upp í Formúlu 1 bíl og finnur talsverðan mun. "Stærsti munurinn er við hemlun og gripið er ótrúlegt miðað við GP2 bíl. Þá er mun meira upplýsingaflæði og liðin stærri og fjöldi tæknimanna að biðja um upplýsingar. Það var mikilvægast að læra þetta ferli á fyrsta degi æfinga. Það að ég er þegar með samning við liðið þýðir að pressan er ekki eins mikil. Markmiðið var ekki að ná sem bestum tíma og vegna óhappa í brautinni komst ég aðeins eitt rennsli á nýjum dekkjum", sagði Perez. Perez ætlar að flytja til Sviss, til að vera nærri Sauber liðinu sem er staðsett í Hinwill og ætlar að æfa líkamsrækt af kappi í vetur. heimildir: wilkipedia.com og autosport.com
Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira