Lofrolla varð dýrkeypt 14. apríl 2010 02:45 Tryggvi Þór Herbertsson Hagsmunir viðskiptalífsins voru teknir fram yfir fræðilega hlutdrægni í skýrslum háskólamanna í aðdraganda bankahrunsins. Vinnuhópurinn um starfshætti og siðferði segir að skýrsla Frederics Mishkin, prófessors við Columbia-háskóla, og Tryggva Þórs Herbertssonar, þáverandi forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, frá árinu 2006 hafi beinlínis unnið íslensku samfélagi ógagn. Skýrslan, sem samin var að beiðni Viðskiptaráðs Íslands, fjallaði um fjárhagslegan stöðugleika á Íslandi. Hún birtist í framhaldi af tveimur erlendum skýrslum sem gagnrýndu íslensku bankana. Bent er á að höfundarnir hafi ekki lagst í sjálfstæðar rannsóknir á bönkunum. Þeir hafi tekið gagnrýnislaust upp áhættumat Fjármálaeftirlitsins og fullyrt að ólíklegt væri að alvarleg vandamál myndu steðja að íslenska bankakerfinu. Vinnuhópurinn bendir á að skýrslan hafi haft skaðleg áhrif því hún fegraði stöðu íslensku bankanna á viðkvæmum tímum. Í kjölfarið hafi þeir átt greiðari leið að erlendu fjármagni, orðið stærri og erfiðara að taka á þeim. Vinnuhópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að hættan á hagsmunaárekstrum í háskólasamfélaginu aukist með auknum styrkveitingum einkaaðila. Gagnrýnt er hversu lítið háskólasamfélagið tók þátt í opinberri umræðu í aðdraganda hrunsins. Fram kemur að styrkveitingar viðskiptalífsins til háskólanna hafi hugsanlega dregið úr hvata fræðimanna til gagnrýninnar umræðu. - sbt Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Hagsmunir viðskiptalífsins voru teknir fram yfir fræðilega hlutdrægni í skýrslum háskólamanna í aðdraganda bankahrunsins. Vinnuhópurinn um starfshætti og siðferði segir að skýrsla Frederics Mishkin, prófessors við Columbia-háskóla, og Tryggva Þórs Herbertssonar, þáverandi forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, frá árinu 2006 hafi beinlínis unnið íslensku samfélagi ógagn. Skýrslan, sem samin var að beiðni Viðskiptaráðs Íslands, fjallaði um fjárhagslegan stöðugleika á Íslandi. Hún birtist í framhaldi af tveimur erlendum skýrslum sem gagnrýndu íslensku bankana. Bent er á að höfundarnir hafi ekki lagst í sjálfstæðar rannsóknir á bönkunum. Þeir hafi tekið gagnrýnislaust upp áhættumat Fjármálaeftirlitsins og fullyrt að ólíklegt væri að alvarleg vandamál myndu steðja að íslenska bankakerfinu. Vinnuhópurinn bendir á að skýrslan hafi haft skaðleg áhrif því hún fegraði stöðu íslensku bankanna á viðkvæmum tímum. Í kjölfarið hafi þeir átt greiðari leið að erlendu fjármagni, orðið stærri og erfiðara að taka á þeim. Vinnuhópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að hættan á hagsmunaárekstrum í háskólasamfélaginu aukist með auknum styrkveitingum einkaaðila. Gagnrýnt er hversu lítið háskólasamfélagið tók þátt í opinberri umræðu í aðdraganda hrunsins. Fram kemur að styrkveitingar viðskiptalífsins til háskólanna hafi hugsanlega dregið úr hvata fræðimanna til gagnrýninnar umræðu. - sbt
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira