Handbolti

Framkonur unnu öruggan tólf marka sigur í Digranesinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stella Sigurðarsdóttir skoraði mest fyrir Fram í kvöld.
Stella Sigurðarsdóttir skoraði mest fyrir Fram í kvöld. Mynd/Stefán
Fram vann tólf marka sigur á HK, 32-20, í Digranesi í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir bikarúrslitin sem fara fram í Laugardalshöllinni um næstu helgi.

Fram minnkaði forskot Vals á toppnum í fimm stig með þessum sigri en þessi tvö lið mætast einmitt í úrslitaleik Eimskipssbikarsins á laugardaginn kemur.

Srella Sigurðardóttir skoraði 7 mörk fyrir Fram í kvöld og Karen Knútsdóttir skoraði 6 mörk. Fram hafði mikla yfirburði í leiknum og var komið í 18-8 í hálfleik.

HK-Fram 20-32 (8-18)

Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 8, Lilja Lind Pálsdóttir 3, Elva Björg Arnarsdóttir 3, Tinna Rögnvaldsdóttir 2, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Dóra Sif Egilsdóttir 1, Helena Jónsdóttir 1.

Mörk Fram: Stella Sigurðarsdóttir 7, Karen Knútsdóttir 6, Hafdís Hinriksdóttir 5, Pavla Nevarilova 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Marthe Sördal 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×