Hamilton ber sig vel eftir óhapp 8. október 2010 09:34 Hamilton komst lítt áleiðis með að stilla blnum sínum upp fyrir Suzuka brautina um í nótt eftir óhapp. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton fór útaf á fyrri æfingunni af tveimur og náði aðeins að aka í 10 mínútur af 90 sem voru í boði á þeirri síðari. Þetta hefur því rofið undirbúnings Hamiltons og Mclaren, sem ætlaði að prófa ýmsar nýjungar á bíl hans . "Strákarnir unnu ótrúlega vel í að raða bílnum saman á ný og við náðum síðustu 10 mínútunum. En við töpuðum miklum tíma. En það er annar dagur á morgun og það á að rigna, þannig að allir byrja á núlli", sagði Hamilton og bar sig vel, þrátt fyrir áfallið. "Ég komst bara fjóra hringi á tíma og var rétt að finna inn á bílinn á æfingunum, en veit ekki hvernig bíllinn raunverulega virkar." Hamilton féll úr leik í tveimur síðustu mótum eftir árekstra og óhappið í nótt var ekki til að bæta stöðu hans hvað titilbaráttuna varðar. "Ég keyrði af of mikilli áfergju. Þetta var ekkert risa óhapp, en malargryfjan var hál á þessum tíma. Ég sá aðra fara útaf, en þeir sluppu með það. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og ég vona að það reynist rétt", sagði Hamilton. Sýnt verður frá æfingunum í Japan kl. 21.20 á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton fór útaf á fyrri æfingunni af tveimur og náði aðeins að aka í 10 mínútur af 90 sem voru í boði á þeirri síðari. Þetta hefur því rofið undirbúnings Hamiltons og Mclaren, sem ætlaði að prófa ýmsar nýjungar á bíl hans . "Strákarnir unnu ótrúlega vel í að raða bílnum saman á ný og við náðum síðustu 10 mínútunum. En við töpuðum miklum tíma. En það er annar dagur á morgun og það á að rigna, þannig að allir byrja á núlli", sagði Hamilton og bar sig vel, þrátt fyrir áfallið. "Ég komst bara fjóra hringi á tíma og var rétt að finna inn á bílinn á æfingunum, en veit ekki hvernig bíllinn raunverulega virkar." Hamilton féll úr leik í tveimur síðustu mótum eftir árekstra og óhappið í nótt var ekki til að bæta stöðu hans hvað titilbaráttuna varðar. "Ég keyrði af of mikilli áfergju. Þetta var ekkert risa óhapp, en malargryfjan var hál á þessum tíma. Ég sá aðra fara útaf, en þeir sluppu með það. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og ég vona að það reynist rétt", sagði Hamilton. Sýnt verður frá æfingunum í Japan kl. 21.20 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira