Bankarnir „teknir yfir af glæpamönnum“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2010 18:30 Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Margt forvitnilegt er að finna á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors á slóðinni btb.is. Björgólfur Thor segir að tilgangurinn með síðunni sé að miðla upplýsingum um viðskipti sín á Íslandi. Á vefsíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt mikla áherslu á að sameina Straum og Landsbankann árin fyrir hrun og fjórum til fimm sinnum hafi slíkar samrunatilraunir misheppnast, en ætlunin hafi verið að William Fall, forstjóri Straums, yrði forstjóri sameinaðs banka. Ítarlega er fjallað um Actavis og þar segir að eftir að eftir að Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út hafi komið í ljós að rekstraráætlanir stjórnenda hafi engan veginn staðist og því hafi verið tekin ákvörðun um að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi árið 2008. Í greinargerð um aðdraganda falls Landsbankans sem er að finna á vefsíðunni er vitnað til minnisblaðs og ónafngreindra heimildarmanna að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi tjáð mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu „verið teknir yfir af glæpamönnum," sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þá segir í greinargerðinni að fyrir liggi vitnisburðir þriggja manna úr ólíkum áttum sem áttu samtöl við Davíð og segja að boðskapur hans hafi verið skýr, bönkunum yrði ekki bjargað. Þá hefði hann einnig látið þess getið að hann stæði sjálfur persónulega í vegi fyrir því að tekið yrði stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, að því er fram kemur í greinargerðinni sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, sagnfræðingi. Björgólfur Thor víkur sérstaklega að Icesave-reikningum Landsbankans undir þeim lið síðunnar er rekur viðskipti hans og eignarhald á bankanum árin 2002-2008. Björgólfur segist ekki bera ábyrgð á Icesave, enda hafi hann ekki stýrt Landsbankanum þó hann væri stór hluthafi. Síðan segir hann: „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti a(f) málefnum bankans.“ Margt annað forvitnilegt kemur fram á síðunni, t.d að íslenskir stjórnmálamenn, þeirra á meðal forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafi beðið Björgólf Thor um að koma heim til Íslands dagana fyrir bankahrunið, en hann hafi fyrst þá gert sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri orðin. Skroll-Viðskipti Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Margt forvitnilegt er að finna á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors á slóðinni btb.is. Björgólfur Thor segir að tilgangurinn með síðunni sé að miðla upplýsingum um viðskipti sín á Íslandi. Á vefsíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt mikla áherslu á að sameina Straum og Landsbankann árin fyrir hrun og fjórum til fimm sinnum hafi slíkar samrunatilraunir misheppnast, en ætlunin hafi verið að William Fall, forstjóri Straums, yrði forstjóri sameinaðs banka. Ítarlega er fjallað um Actavis og þar segir að eftir að eftir að Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út hafi komið í ljós að rekstraráætlanir stjórnenda hafi engan veginn staðist og því hafi verið tekin ákvörðun um að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi árið 2008. Í greinargerð um aðdraganda falls Landsbankans sem er að finna á vefsíðunni er vitnað til minnisblaðs og ónafngreindra heimildarmanna að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi tjáð mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu „verið teknir yfir af glæpamönnum," sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þá segir í greinargerðinni að fyrir liggi vitnisburðir þriggja manna úr ólíkum áttum sem áttu samtöl við Davíð og segja að boðskapur hans hafi verið skýr, bönkunum yrði ekki bjargað. Þá hefði hann einnig látið þess getið að hann stæði sjálfur persónulega í vegi fyrir því að tekið yrði stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, að því er fram kemur í greinargerðinni sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, sagnfræðingi. Björgólfur Thor víkur sérstaklega að Icesave-reikningum Landsbankans undir þeim lið síðunnar er rekur viðskipti hans og eignarhald á bankanum árin 2002-2008. Björgólfur segist ekki bera ábyrgð á Icesave, enda hafi hann ekki stýrt Landsbankanum þó hann væri stór hluthafi. Síðan segir hann: „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti a(f) málefnum bankans.“ Margt annað forvitnilegt kemur fram á síðunni, t.d að íslenskir stjórnmálamenn, þeirra á meðal forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafi beðið Björgólf Thor um að koma heim til Íslands dagana fyrir bankahrunið, en hann hafi fyrst þá gert sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri orðin.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira