Tryggvi Þór: Lág laun þingmanna leiða til spillingar Erla Hlynsdóttir skrifar 10. september 2010 08:51 Tryggvi Þór tekur ekki ábyrgð á efnahagshruninu Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja," segir Tryggvi Þór í samtali við Austurgluggann. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2008. Innan tíðar er að vænta niðurstöðu nefndar sem er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og tekur nefndin afstöðu til þess hvort kalla eigi saman Landsdóm. Verði Landsdómur kallaður saman og niðurstaðan sú að þeir ráðherrar sem taldir eru hafa átt þátt í hruninu vegna afglapa í starfi verða kallaðir til ábyrgðar segir Tryggvi að „hann geti aldrei tekið ábyrgð á því sem efnahagsráðghafi og það verður að skoðast í því ljósi að hann kom inn í ágúst 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun."Ekki á hann hlustað Tryggvi segir að á þeim skamma tíma hafi hann ekki getað haft nægilega mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann tekur einnig fram að rannsóknarskýrslan sýni að ekki var farið að ráðleggingum hans. Tryggvi Þór segir ennfremur að hann hafi hætt sem efnahagsráðgjafi því honum fannst ekki nægilega vel á sig hlustað. Tryggvi Þór er í viðtali við Austurgluggann sem þingmaður Norðausturkjördæmis og er þar farið yfir víðan völl. Þannig segir Tryggvi að þingstörfin séu mjög ólík því sem hann bjóst við og að þetta sé „miklu meiri vinna og miklu lægri laun en ég hafði nokkurn tíman gert mér grein fyrir."Meiri vinna og lægri laun Hann telur hættulegt að laun þingmanna lækki en laun óbreytts þingmanns eru nú 520 þúsund á mánuði. Hann telur það skapa hættu á því að „við fáum ekki fólk sem er hæft og þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá." Hann vill meina að slíkt leiði til spillingar og ákvarðana sem „ekki markast af hugsjón heldur þeirri hönd sem fæðir mann." Landsdómur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja," segir Tryggvi Þór í samtali við Austurgluggann. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2008. Innan tíðar er að vænta niðurstöðu nefndar sem er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og tekur nefndin afstöðu til þess hvort kalla eigi saman Landsdóm. Verði Landsdómur kallaður saman og niðurstaðan sú að þeir ráðherrar sem taldir eru hafa átt þátt í hruninu vegna afglapa í starfi verða kallaðir til ábyrgðar segir Tryggvi að „hann geti aldrei tekið ábyrgð á því sem efnahagsráðghafi og það verður að skoðast í því ljósi að hann kom inn í ágúst 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun."Ekki á hann hlustað Tryggvi segir að á þeim skamma tíma hafi hann ekki getað haft nægilega mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann tekur einnig fram að rannsóknarskýrslan sýni að ekki var farið að ráðleggingum hans. Tryggvi Þór segir ennfremur að hann hafi hætt sem efnahagsráðgjafi því honum fannst ekki nægilega vel á sig hlustað. Tryggvi Þór er í viðtali við Austurgluggann sem þingmaður Norðausturkjördæmis og er þar farið yfir víðan völl. Þannig segir Tryggvi að þingstörfin séu mjög ólík því sem hann bjóst við og að þetta sé „miklu meiri vinna og miklu lægri laun en ég hafði nokkurn tíman gert mér grein fyrir."Meiri vinna og lægri laun Hann telur hættulegt að laun þingmanna lækki en laun óbreytts þingmanns eru nú 520 þúsund á mánuði. Hann telur það skapa hættu á því að „við fáum ekki fólk sem er hæft og þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá." Hann vill meina að slíkt leiði til spillingar og ákvarðana sem „ekki markast af hugsjón heldur þeirri hönd sem fæðir mann."
Landsdómur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira