Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, vill að tíminn sem fólk á rétt til atvinnuleysisbóta verði lengdur tímabundið úr þremur árum í fimm. Þetta kom fram á samráðsfundi hans með aðilum vinnumarkaðarins sem haldinn var 16. júní síðastliðinn.
Á fundinum sagði ráðherra að endurskoða þyrfti lög um atvinnuleysistryggingar í heild og lagði til að sú vinna yrði hafin í samráði við aðila vinnumarkaðarins í lok ágúst. Í samræmi við þetta voru sérfræðingar aðilanna nýlega boðaðir til fyrsta fundar um endurskoðun laganna og var hann haldinn í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í dag, eftir því sem fram kemur í frétt á vef félagsmálaráðuneytisins.
Í fjölmiðlum í dag var haft eftir Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, að þúsundir manns gætu þurft að leita til félagsþjónustu sveitarfélaganna verði réttur til atvinnuleysisbóta ekki lengdur í fimm ár. Jafnframt var haft eftir honum að félags- og tryggingamálaráðherra hefði ekki svarað því af eða á hvort bótarétturinn verði lengdur.
Árni Páll vill lengja rétt til atvinnuleysisbóta
Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mest lesið


Falsaði fleiri bréf
Viðskipti innlent

Hætta við yfirtökuna
Viðskipti innlent

Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig
Viðskipti innlent

Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent


Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent

Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn
Atvinnulíf