Forðuðust að spilla sök 26. apríl 2010 03:15 „Varla þarf að ræða það að Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólfur Guðmundsson og Bakkavararbræðurnir [Ágúst og Lýður Guðmundssynir] réðu ekki við eignarhald á bönkunum. Sjálfir voru þeir í fararbroddi við hömlulausa þenslu útlána sem felldu bankana,“ segir í 8. kafla skýrslu rannsóknarnefndar. fréttablaðið/Vilhelm Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. Viðmælendur Fréttablaðsins meðal lögmanna segja að skýringarinnar á þessu sé að leita í 14. grein laga um störf rannsóknarnefndarinnar. Þar segir: „Ekki er heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum." Ítarlegar skýrslutökur hjá nefndinni hefðu þess vegna getað valdið sakarspjöllum og getað dregið úr líkum á að þessir aðilar fengju refsidóma. Slíkar skýrslur hefðu aðeins flækt réttarstöðuna, þrengt möguleika sérstaks saksóknara og auðveldað lögmönnum sakborninga að halda gögnum og upplýsingum utan við dómsalinn. Sem dæmi er nefnt að í yfirheyrslu sinni yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, aðaleiganda Glitnis, virðist nefndin eingöngu hafa spurt um aðdraganda þess að ríkið yfirtók hlutabréf í Glitni. Ekki virðist hafa verið spurt um viðskipti sem Jón Ásgeir tók þátt í, aðeins þessi samskipti hans við stjórnvöld í aðdraganda yfirtökunnar. Störf stjórnvalda voru enda í brennidepli nefndarinnar og niðurstaðan varð sú að þau hefðu vanrækt starfsskyldur sínar. Markmið nefndarinnar var að afla gagna svo að Alþingi gæti ákveðið hvort tilefni væri til frekari aðgerða gegn stjórnvöldum; ráðherrum og embættismönnum. Lögreglurannsóknir og saksókn yfir viðskiptamönnum voru annað mál, á könnu sérstaks saksóknara. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. Viðmælendur Fréttablaðsins meðal lögmanna segja að skýringarinnar á þessu sé að leita í 14. grein laga um störf rannsóknarnefndarinnar. Þar segir: „Ekki er heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum." Ítarlegar skýrslutökur hjá nefndinni hefðu þess vegna getað valdið sakarspjöllum og getað dregið úr líkum á að þessir aðilar fengju refsidóma. Slíkar skýrslur hefðu aðeins flækt réttarstöðuna, þrengt möguleika sérstaks saksóknara og auðveldað lögmönnum sakborninga að halda gögnum og upplýsingum utan við dómsalinn. Sem dæmi er nefnt að í yfirheyrslu sinni yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, aðaleiganda Glitnis, virðist nefndin eingöngu hafa spurt um aðdraganda þess að ríkið yfirtók hlutabréf í Glitni. Ekki virðist hafa verið spurt um viðskipti sem Jón Ásgeir tók þátt í, aðeins þessi samskipti hans við stjórnvöld í aðdraganda yfirtökunnar. Störf stjórnvalda voru enda í brennidepli nefndarinnar og niðurstaðan varð sú að þau hefðu vanrækt starfsskyldur sínar. Markmið nefndarinnar var að afla gagna svo að Alþingi gæti ákveðið hvort tilefni væri til frekari aðgerða gegn stjórnvöldum; ráðherrum og embættismönnum. Lögreglurannsóknir og saksókn yfir viðskiptamönnum voru annað mál, á könnu sérstaks saksóknara. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira