Raikkönen vill keppa aftur í Formúlu 1 með Renault 14. september 2010 13:10 Kimi Raikkönen hefur ekið með Citroen í rallakstri á þessu ári. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen sem keppir í rallakstri með Citroen þessa dagana hefur áhuga á því að keyra fyrir lið Renault í Formúlu 1 árið 2011. Raikkönen var hjá Ferrari i tvö ár, en var leystur undan samningi fyrir árið í ár svo Fernando Alonso gæti tekið sæti hans. Ferrari greiddi Raikkönen laun út árið. Autosport.com greindi frá því í dag að Raikkönen hafi nálgast Renault og sýnt því áhuga að keyra með liðinu ásamt Robert Kubica á næsta ári, en Renault er enn að meta hvort liðið heldur í Rússann Vitaly Petrov á næsta ári. Hann þarf að standa sig vel í næstu mótum ef það á að ganga eftir. "Hann er á radarnum og hafði samband við okkur", sagði Eric Boullier í frétt á autosport.com í dag. Hann segir að Petrov sé inn í myndinni, ef hann geti sýnt meiri stöðugleika í mótum. Aðspurður um hvort liðið þyrfti að haga málum öðruvísi ef Raikkönen keyrði fyrir liðið sagði Boullier. "Það yrði annars konar keppnisplan í gagni og það er ekki spurning um persónuleikanna. Það kostar meira að fá mann sem er meistari en ekki. Það eru önnur vinnubrögð í kringum nýliða, heldur en þegar þú ert með tvo reynda ökumenn", sagði Boullier. Hann sagði Petrov í forgangi eins og er, en Raikkönen er meðal annarra möguleika sem liðið hefur upp á að hlaupa, gangi málin ekki eftir með Petrov. Ákvörðun um málið verður tekin fyrir lok tímabilsins. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen sem keppir í rallakstri með Citroen þessa dagana hefur áhuga á því að keyra fyrir lið Renault í Formúlu 1 árið 2011. Raikkönen var hjá Ferrari i tvö ár, en var leystur undan samningi fyrir árið í ár svo Fernando Alonso gæti tekið sæti hans. Ferrari greiddi Raikkönen laun út árið. Autosport.com greindi frá því í dag að Raikkönen hafi nálgast Renault og sýnt því áhuga að keyra með liðinu ásamt Robert Kubica á næsta ári, en Renault er enn að meta hvort liðið heldur í Rússann Vitaly Petrov á næsta ári. Hann þarf að standa sig vel í næstu mótum ef það á að ganga eftir. "Hann er á radarnum og hafði samband við okkur", sagði Eric Boullier í frétt á autosport.com í dag. Hann segir að Petrov sé inn í myndinni, ef hann geti sýnt meiri stöðugleika í mótum. Aðspurður um hvort liðið þyrfti að haga málum öðruvísi ef Raikkönen keyrði fyrir liðið sagði Boullier. "Það yrði annars konar keppnisplan í gagni og það er ekki spurning um persónuleikanna. Það kostar meira að fá mann sem er meistari en ekki. Það eru önnur vinnubrögð í kringum nýliða, heldur en þegar þú ert með tvo reynda ökumenn", sagði Boullier. Hann sagði Petrov í forgangi eins og er, en Raikkönen er meðal annarra möguleika sem liðið hefur upp á að hlaupa, gangi málin ekki eftir með Petrov. Ákvörðun um málið verður tekin fyrir lok tímabilsins.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira