Leikarar Borgarleikhússins hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þrotlaust síðan hún kom út á mánudaginn en þeir eru að lesa fjórða bindið núna. Á heimasíðu leikhússins kemur fram að viðtökur hafi verið með eindæmum góðar.
Þá hefur verið stöðugur straumur fólks í leikhúsið síðan lestur hófst. Fólk segir að það sé nauðsynlegt að hafa samastað þar sem hægt er að hlýða á lesturinn íhuga efnið og ekki síst að ræða málin eins og segir á heimasíðu leikhússins.
Gamanleikarinn Örn Árnarson las upp úr skýrslunni þegar þetta var skrifað. Hægt er að fylgjast með lestrinum hér.
Búið að lesa fjögur bindi eftir þrotlausan lestur í tvo sólarhring
