„Þetta er æðisleg tilfinning, alveg meiriháttar," sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir að Valur komst í úrslitaleik bikarsins með sigri á Stjörnunni í undanúrslitum. Hrafnhildur skoraði sjö mörk í leiknum.
„Við misnotuðum fimm víti í leiknum en náðum samt sigri. Það sýnir styrk okkar," sagði Hrafnhildur.
Henni lýst vel á að mæta Fram í úrslitum. „Þetta eru að mínu mati tvö skemmtilegustu lið deildarinnar. Það verður boðið upp á sóknarbolta."