Úrslitin í Formúlu 1 meistaramótinu ráðast á næstu 13 dögum 1. nóvember 2010 14:31 Fimm ökumenn eiga enn möguelika í meistaramóti Formúlu 1 ökumanna. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Lokaspretturinn í meistaraslag Formúlu 1 er framundan, en keppt verður í Brasilíu um næstu helgi og í Abu Dhabi um aðra helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari á sunnudaginn, en líklegra er að úrslitin ráðist í lokamótinu 14. nóvember, en fimm ökumenn eiga möguleika á titlinum. Þar sem aðeins vika er á milli mótanna þá verður keppnisliðin önnum kafinn á næstunni, en búnaður liðanna er fluttur flugleiðis til beggja landa. Alonso er með 11 stiga forskot í stigakeppni ökumanna með 231 stig, Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Jenson Button 189. Button á sísta möguleika, en 50 stig eru enn í stigapottinum fyrir sigur í mótunum tveimur, eða 25 stig á hvern sigur. Fyrir annað sætið fást 18 stig úr hverju móti, þriðja 15, fjórða 12, síðan 10 stig og færri fyrir næstu sæti, en fremstu 10 sætin gefa stig í stigamótinu. Alonso hefur unnið flesta sigra árinu og slíkt telst til tekna ef ökumenn verða jafnir að stigum, en keppinautar hans geta þó jafnað fjölda sigra með góðum árangri í lokamótunum. Það að Webber gerði mistök í síðustu keppni og féll úr leik gæti reynst honum dýrkeypt. Hann var með 14 stiga forskot á Alonso fyrir mótið í Suður Kóreu, en er núna 11 stigum á eftir. Alonso er reynslubolti í titilslag og landaði titlum með Renault 2005 og 2006. Til að Alonso geti tryggt sér meistaratitilinn um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Webber og 4 stigum meira en Hamilton hvað stigagjöf varðar. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þeir sem eru á eftir Alonso í sigamótinu koma til með að sækja í næsta móti, til að reyna minnka stigaforskotið. Vettel var í forystu í síðastu keppni, en missti af mögulegum sigri þegar vélin bilaði hjá honum. Vettel getur jafnað stigastöðuna við Alonso í næsta móti, ef Alonso fellur úr keppni og hann sigrar. Þar sem fimm ökumenn eiga enn möguleika á titilinum er hægt að reikna möguleika manna á ýmsan hátt, en miðað við reynslu og getu ökumanna, þá er líklegast að heimsmeistari verði ekki heiðraður fyrr en í lokamótinu. Það er harla ólíklegt að öllum fjórum keppinautum Alonso fatist öllum flugið um næstu helgi. Það nægir t.d. heldur ekki Alonso að sigra í Brasilíu, ef Webber nær öðru til fjórða sæti. Taugastríðið verður væntanlega í algleymingi á ráslínu á Interlagos brautinni um næstu helgi og árangur í tímatökum verður mikilvægur hvað spennustigið varðar. Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira
Lokaspretturinn í meistaraslag Formúlu 1 er framundan, en keppt verður í Brasilíu um næstu helgi og í Abu Dhabi um aðra helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari á sunnudaginn, en líklegra er að úrslitin ráðist í lokamótinu 14. nóvember, en fimm ökumenn eiga möguleika á titlinum. Þar sem aðeins vika er á milli mótanna þá verður keppnisliðin önnum kafinn á næstunni, en búnaður liðanna er fluttur flugleiðis til beggja landa. Alonso er með 11 stiga forskot í stigakeppni ökumanna með 231 stig, Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Jenson Button 189. Button á sísta möguleika, en 50 stig eru enn í stigapottinum fyrir sigur í mótunum tveimur, eða 25 stig á hvern sigur. Fyrir annað sætið fást 18 stig úr hverju móti, þriðja 15, fjórða 12, síðan 10 stig og færri fyrir næstu sæti, en fremstu 10 sætin gefa stig í stigamótinu. Alonso hefur unnið flesta sigra árinu og slíkt telst til tekna ef ökumenn verða jafnir að stigum, en keppinautar hans geta þó jafnað fjölda sigra með góðum árangri í lokamótunum. Það að Webber gerði mistök í síðustu keppni og féll úr leik gæti reynst honum dýrkeypt. Hann var með 14 stiga forskot á Alonso fyrir mótið í Suður Kóreu, en er núna 11 stigum á eftir. Alonso er reynslubolti í titilslag og landaði titlum með Renault 2005 og 2006. Til að Alonso geti tryggt sér meistaratitilinn um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Webber og 4 stigum meira en Hamilton hvað stigagjöf varðar. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þeir sem eru á eftir Alonso í sigamótinu koma til með að sækja í næsta móti, til að reyna minnka stigaforskotið. Vettel var í forystu í síðastu keppni, en missti af mögulegum sigri þegar vélin bilaði hjá honum. Vettel getur jafnað stigastöðuna við Alonso í næsta móti, ef Alonso fellur úr keppni og hann sigrar. Þar sem fimm ökumenn eiga enn möguleika á titilinum er hægt að reikna möguleika manna á ýmsan hátt, en miðað við reynslu og getu ökumanna, þá er líklegast að heimsmeistari verði ekki heiðraður fyrr en í lokamótinu. Það er harla ólíklegt að öllum fjórum keppinautum Alonso fatist öllum flugið um næstu helgi. Það nægir t.d. heldur ekki Alonso að sigra í Brasilíu, ef Webber nær öðru til fjórða sæti. Taugastríðið verður væntanlega í algleymingi á ráslínu á Interlagos brautinni um næstu helgi og árangur í tímatökum verður mikilvægur hvað spennustigið varðar.
Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira