Formúla 1

Mark Webber vann í Mónakó

Elvar Geir Magnússon skrifar

Mark Webber sýndi frábæran akstur og vann kappaksturinn í Mónakó sem var að ljúka. Hann hóf keppni á ráspól og vann öruggan sigur.

Kappaksturinn var slysamikill en þetta var annar sigur Webber í röð. Sebastean Vettel, liðsfélagi hans hjá Red Bull, var annar og þriðji Robert Kubica hjá Renault.

Webber er kominn í forystu í stigakeppninni en hann er með 78 stiga. Vettel er einnig með 78 stig en Webber er á undan þar sem hann hefur unnið fleiri sigra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×