Ingibjörg Sólrún óttast ekki að verða dregin fyrir dóm 9. apríl 2010 06:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir býst ekki við því að verða sótt til saka. Mynd/ Anton. Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra. Þetta kemur fram í viðtali við Ingibjörgu á High North, heimasíðu þýsks blaðamanns hjá Focus og Financial Times en hann ræddi við fyrrum ráðherrann í vikunni. „Það gætu orðið lagaflækjur, en það á ekki við um mig," segir Ingibjörg. Í viðtölum við rannsóknarnefndina hafi hún ekki getað upplýst um margt. „Sem utanríkisráðherra hafði ég ekki mikið á borðinu sem snerti fjármálageirann. Þetta var aðallega á borði forsætisráðherra sem bar almennt séð ábyrgð á efnahagsmálum og Seðlabankanum," segir Ingibjörg: „Einnig á borði viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðherra. Hinir vissu líklega mun meira en ég." Ingibjörg segist ekki sjá neitt það sem hún hefði getað gert betur í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins. Þó hefði pólitískt séð átt að gera meiri kröfur til samstarfsflokksins í upphafi samstarfsins, svo sem um breytingar á stjórnsýslu. Það hafi verið mistök að telja Geir Haarde sjálfstæðan formann, en ekki fastan í skugga Davíðs Oddssonar. Að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins hafi þó ekki verið mistök, því annars hefðu sjálfstæðismenn myndað stjórn með VG, sem hefði ekki verið betra: „Það er margt sem sameinar þessa flokka, til dæmis þjóðernishyggjan og andstaðan við Evrópusambandið," segir Ingibjörg, sem hefur miklar áhyggjur af vegferð Íslands í ESB. Enginn tali fyrir því að Ísland gangi inn, enda sé það ekki líklegt til vinsælda. Aðildin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra. Þetta kemur fram í viðtali við Ingibjörgu á High North, heimasíðu þýsks blaðamanns hjá Focus og Financial Times en hann ræddi við fyrrum ráðherrann í vikunni. „Það gætu orðið lagaflækjur, en það á ekki við um mig," segir Ingibjörg. Í viðtölum við rannsóknarnefndina hafi hún ekki getað upplýst um margt. „Sem utanríkisráðherra hafði ég ekki mikið á borðinu sem snerti fjármálageirann. Þetta var aðallega á borði forsætisráðherra sem bar almennt séð ábyrgð á efnahagsmálum og Seðlabankanum," segir Ingibjörg: „Einnig á borði viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðherra. Hinir vissu líklega mun meira en ég." Ingibjörg segist ekki sjá neitt það sem hún hefði getað gert betur í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins. Þó hefði pólitískt séð átt að gera meiri kröfur til samstarfsflokksins í upphafi samstarfsins, svo sem um breytingar á stjórnsýslu. Það hafi verið mistök að telja Geir Haarde sjálfstæðan formann, en ekki fastan í skugga Davíðs Oddssonar. Að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins hafi þó ekki verið mistök, því annars hefðu sjálfstæðismenn myndað stjórn með VG, sem hefði ekki verið betra: „Það er margt sem sameinar þessa flokka, til dæmis þjóðernishyggjan og andstaðan við Evrópusambandið," segir Ingibjörg, sem hefur miklar áhyggjur af vegferð Íslands í ESB. Enginn tali fyrir því að Ísland gangi inn, enda sé það ekki líklegt til vinsælda. Aðildin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira