Ingibjörg Sólrún óttast ekki að verða dregin fyrir dóm 9. apríl 2010 06:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir býst ekki við því að verða sótt til saka. Mynd/ Anton. Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra. Þetta kemur fram í viðtali við Ingibjörgu á High North, heimasíðu þýsks blaðamanns hjá Focus og Financial Times en hann ræddi við fyrrum ráðherrann í vikunni. „Það gætu orðið lagaflækjur, en það á ekki við um mig," segir Ingibjörg. Í viðtölum við rannsóknarnefndina hafi hún ekki getað upplýst um margt. „Sem utanríkisráðherra hafði ég ekki mikið á borðinu sem snerti fjármálageirann. Þetta var aðallega á borði forsætisráðherra sem bar almennt séð ábyrgð á efnahagsmálum og Seðlabankanum," segir Ingibjörg: „Einnig á borði viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðherra. Hinir vissu líklega mun meira en ég." Ingibjörg segist ekki sjá neitt það sem hún hefði getað gert betur í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins. Þó hefði pólitískt séð átt að gera meiri kröfur til samstarfsflokksins í upphafi samstarfsins, svo sem um breytingar á stjórnsýslu. Það hafi verið mistök að telja Geir Haarde sjálfstæðan formann, en ekki fastan í skugga Davíðs Oddssonar. Að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins hafi þó ekki verið mistök, því annars hefðu sjálfstæðismenn myndað stjórn með VG, sem hefði ekki verið betra: „Það er margt sem sameinar þessa flokka, til dæmis þjóðernishyggjan og andstaðan við Evrópusambandið," segir Ingibjörg, sem hefur miklar áhyggjur af vegferð Íslands í ESB. Enginn tali fyrir því að Ísland gangi inn, enda sé það ekki líklegt til vinsælda. Aðildin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra. Þetta kemur fram í viðtali við Ingibjörgu á High North, heimasíðu þýsks blaðamanns hjá Focus og Financial Times en hann ræddi við fyrrum ráðherrann í vikunni. „Það gætu orðið lagaflækjur, en það á ekki við um mig," segir Ingibjörg. Í viðtölum við rannsóknarnefndina hafi hún ekki getað upplýst um margt. „Sem utanríkisráðherra hafði ég ekki mikið á borðinu sem snerti fjármálageirann. Þetta var aðallega á borði forsætisráðherra sem bar almennt séð ábyrgð á efnahagsmálum og Seðlabankanum," segir Ingibjörg: „Einnig á borði viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðherra. Hinir vissu líklega mun meira en ég." Ingibjörg segist ekki sjá neitt það sem hún hefði getað gert betur í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins. Þó hefði pólitískt séð átt að gera meiri kröfur til samstarfsflokksins í upphafi samstarfsins, svo sem um breytingar á stjórnsýslu. Það hafi verið mistök að telja Geir Haarde sjálfstæðan formann, en ekki fastan í skugga Davíðs Oddssonar. Að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins hafi þó ekki verið mistök, því annars hefðu sjálfstæðismenn myndað stjórn með VG, sem hefði ekki verið betra: „Það er margt sem sameinar þessa flokka, til dæmis þjóðernishyggjan og andstaðan við Evrópusambandið," segir Ingibjörg, sem hefur miklar áhyggjur af vegferð Íslands í ESB. Enginn tali fyrir því að Ísland gangi inn, enda sé það ekki líklegt til vinsælda. Aðildin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira