FIH seldur fyrir 103 milljarða króna 19. september 2010 18:15 FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann. Í gær náðist samkomulag við hóp fjárfesta sem samanstendur af danska lífeyrissjóðunum ATP og PFA, sænska tryggingafyrirtækinu Folksam og fyrirtækinu CPDyvig og mun fjárfestahópurinn kaupa 99,89% hlut í FIH. Seðlabankinn á 99,98 prósent hlut í bankanum en hlutinn fékk hann til tryggingar þrautavaraláni sem Kaupþing fékk hjá Seðlabanka Íslands í október 2008 að fjárhæð 500 milljónir evra. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að 1,9 milljarðar danskra króna verði staðgreiddar. Þá verður fjárhæðar sem nemur allt að 3,1 milljarði danskra króna (sem nemur um 64 milljörðum króna eða um 415 milljónum evra) leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóðnum kemur til hækkunar. Ennfremur verður til greiðslu fjárhæð sem tengd verður afkomu fjárfestahópsins af þessari fjárfestingu til 31. desember 2015. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þessi niðurstaða sé ágæt miðað við aðstæður. Seðlabankinn muni strax fá talsverða fjárhæð í erlendum gjaldeyri þegar frágangi viðskiptanna sé lokið auk möguleika á að endurheimta veð sitt að fullu þegar fram líða stundir. Viðskipti þessi eru háð samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana. J.P. Morgan sá um fjármálaráðgjöf fyrir Seðlabankann í þessum viðskiptum og lögfræðifyrirtækin Kromann Reumert og LEX sáu um lögfræðilega ráðgjöf fyrir bankann. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51 Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40 FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54 Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43 Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann. Í gær náðist samkomulag við hóp fjárfesta sem samanstendur af danska lífeyrissjóðunum ATP og PFA, sænska tryggingafyrirtækinu Folksam og fyrirtækinu CPDyvig og mun fjárfestahópurinn kaupa 99,89% hlut í FIH. Seðlabankinn á 99,98 prósent hlut í bankanum en hlutinn fékk hann til tryggingar þrautavaraláni sem Kaupþing fékk hjá Seðlabanka Íslands í október 2008 að fjárhæð 500 milljónir evra. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að 1,9 milljarðar danskra króna verði staðgreiddar. Þá verður fjárhæðar sem nemur allt að 3,1 milljarði danskra króna (sem nemur um 64 milljörðum króna eða um 415 milljónum evra) leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóðnum kemur til hækkunar. Ennfremur verður til greiðslu fjárhæð sem tengd verður afkomu fjárfestahópsins af þessari fjárfestingu til 31. desember 2015. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þessi niðurstaða sé ágæt miðað við aðstæður. Seðlabankinn muni strax fá talsverða fjárhæð í erlendum gjaldeyri þegar frágangi viðskiptanna sé lokið auk möguleika á að endurheimta veð sitt að fullu þegar fram líða stundir. Viðskipti þessi eru háð samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana. J.P. Morgan sá um fjármálaráðgjöf fyrir Seðlabankann í þessum viðskiptum og lögfræðifyrirtækin Kromann Reumert og LEX sáu um lögfræðilega ráðgjöf fyrir bankann.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51 Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40 FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54 Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43 Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51
Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40
FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54
Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43
Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11