Kristianstad tapaði sínum öðrum leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, nú fyrir Hammarby á heimavelli, 1-0.
Þær Guðný Björk Óðinsdóttir, Erla Steina Arnardóttir, Katrín Ómarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir léku allar allan leikinn fyrir Kristianstad. Þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir.
Kristianstad er í fjórðs sæti deildarinnar með sautján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Malmö sem á þar að auki leik til góða.