Steingrímur bauð í sumarbústað tengdó 29. september 2010 18:45 Geir Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, reyndi eftir kosningarnar 2007 að koma á fundi um ríkisstjórnarmyndun flokkanna. Á þeim tíma sagði Steingrímur hins vegar á Stöð 2 að Vinstri grænir lytu hinum formlegu reglum um stjórnarmyndun og leiðinlegur svipur væri á öðru. Eftir niðurstöðu Alþingis í gær vandaði Geir Steingrími ekki kveðjurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákveðin ofstækisöfl hefðu undirtökin í þinginu og foringi þeirra væri Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefði stýrt þessari atburðarás. „Það er svolítið annað hljóð í honum núna en þegar að hann var að reyna að draga mig upp í sumarbústað til tengdaforeldra sinna vorið 2007 til að mynda ríkisstjórn," sagði Geir. Svo vill til að vorið 2007, þann 16. maí, fjórum dögum eftir kosningar, var Steingrímur spurður á Stöð 2 um slíkar þreifingar; hvað væri hæft í orðrómi um að jafnvel viðræður væru í gangi milli vinstri grænna og sjálfstæðismanna. "Nei, það er ekki rétt. Við höfum ekki hist, við Geir Haarde, - nema bara í sjónvarpsþáttum," svaraði Steingrímur. "Fólk er þó eitthvað að tala saman eins og gengur. Ég hef þó lagt á það áherslu hjá okkur að við hlýtum hinum formlegu reglum. Og ég hef beðið okkar þingmenn að vera ekki að hringja út og suður, vegna þess að það er svona leiðinlegur svipur á því. Það eru auðvitað alltaf einhverjir kanalar," sagði hann, og bætti við að þeir hefðu tryggt að sjálfstæðismenn vissu að Vinstri grænir höfnuðu ekki viðræðum við þá. Steingrímur var meira að segja tilbúinn að kyngja Helguvík þegar spurt var um stóriðjustefnuna og sagði að það þýddi ekkert að fara fyrirfram með úrslitakosti inn í slíkar viðræður. Allt væri til umræðu í samskiptum milli flokka. Ef staðan væri þannig að hvorki væri lagalega né tæknilega hægt að stoppa Helguvík þá stæðu menn frammi fyrir slíku. "Við höfum alltaf sagt: Okkar áform eru að bremsa þessa stefnu af og stoppa það sem hægt er að stoppa; það sem er tæknilega og lagalega hægt að stoppa." Landsdómur Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Geir Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, reyndi eftir kosningarnar 2007 að koma á fundi um ríkisstjórnarmyndun flokkanna. Á þeim tíma sagði Steingrímur hins vegar á Stöð 2 að Vinstri grænir lytu hinum formlegu reglum um stjórnarmyndun og leiðinlegur svipur væri á öðru. Eftir niðurstöðu Alþingis í gær vandaði Geir Steingrími ekki kveðjurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákveðin ofstækisöfl hefðu undirtökin í þinginu og foringi þeirra væri Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefði stýrt þessari atburðarás. „Það er svolítið annað hljóð í honum núna en þegar að hann var að reyna að draga mig upp í sumarbústað til tengdaforeldra sinna vorið 2007 til að mynda ríkisstjórn," sagði Geir. Svo vill til að vorið 2007, þann 16. maí, fjórum dögum eftir kosningar, var Steingrímur spurður á Stöð 2 um slíkar þreifingar; hvað væri hæft í orðrómi um að jafnvel viðræður væru í gangi milli vinstri grænna og sjálfstæðismanna. "Nei, það er ekki rétt. Við höfum ekki hist, við Geir Haarde, - nema bara í sjónvarpsþáttum," svaraði Steingrímur. "Fólk er þó eitthvað að tala saman eins og gengur. Ég hef þó lagt á það áherslu hjá okkur að við hlýtum hinum formlegu reglum. Og ég hef beðið okkar þingmenn að vera ekki að hringja út og suður, vegna þess að það er svona leiðinlegur svipur á því. Það eru auðvitað alltaf einhverjir kanalar," sagði hann, og bætti við að þeir hefðu tryggt að sjálfstæðismenn vissu að Vinstri grænir höfnuðu ekki viðræðum við þá. Steingrímur var meira að segja tilbúinn að kyngja Helguvík þegar spurt var um stóriðjustefnuna og sagði að það þýddi ekkert að fara fyrirfram með úrslitakosti inn í slíkar viðræður. Allt væri til umræðu í samskiptum milli flokka. Ef staðan væri þannig að hvorki væri lagalega né tæknilega hægt að stoppa Helguvík þá stæðu menn frammi fyrir slíku. "Við höfum alltaf sagt: Okkar áform eru að bremsa þessa stefnu af og stoppa það sem hægt er að stoppa; það sem er tæknilega og lagalega hægt að stoppa."
Landsdómur Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira