Steingrímur bauð í sumarbústað tengdó 29. september 2010 18:45 Geir Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, reyndi eftir kosningarnar 2007 að koma á fundi um ríkisstjórnarmyndun flokkanna. Á þeim tíma sagði Steingrímur hins vegar á Stöð 2 að Vinstri grænir lytu hinum formlegu reglum um stjórnarmyndun og leiðinlegur svipur væri á öðru. Eftir niðurstöðu Alþingis í gær vandaði Geir Steingrími ekki kveðjurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákveðin ofstækisöfl hefðu undirtökin í þinginu og foringi þeirra væri Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefði stýrt þessari atburðarás. „Það er svolítið annað hljóð í honum núna en þegar að hann var að reyna að draga mig upp í sumarbústað til tengdaforeldra sinna vorið 2007 til að mynda ríkisstjórn," sagði Geir. Svo vill til að vorið 2007, þann 16. maí, fjórum dögum eftir kosningar, var Steingrímur spurður á Stöð 2 um slíkar þreifingar; hvað væri hæft í orðrómi um að jafnvel viðræður væru í gangi milli vinstri grænna og sjálfstæðismanna. "Nei, það er ekki rétt. Við höfum ekki hist, við Geir Haarde, - nema bara í sjónvarpsþáttum," svaraði Steingrímur. "Fólk er þó eitthvað að tala saman eins og gengur. Ég hef þó lagt á það áherslu hjá okkur að við hlýtum hinum formlegu reglum. Og ég hef beðið okkar þingmenn að vera ekki að hringja út og suður, vegna þess að það er svona leiðinlegur svipur á því. Það eru auðvitað alltaf einhverjir kanalar," sagði hann, og bætti við að þeir hefðu tryggt að sjálfstæðismenn vissu að Vinstri grænir höfnuðu ekki viðræðum við þá. Steingrímur var meira að segja tilbúinn að kyngja Helguvík þegar spurt var um stóriðjustefnuna og sagði að það þýddi ekkert að fara fyrirfram með úrslitakosti inn í slíkar viðræður. Allt væri til umræðu í samskiptum milli flokka. Ef staðan væri þannig að hvorki væri lagalega né tæknilega hægt að stoppa Helguvík þá stæðu menn frammi fyrir slíku. "Við höfum alltaf sagt: Okkar áform eru að bremsa þessa stefnu af og stoppa það sem hægt er að stoppa; það sem er tæknilega og lagalega hægt að stoppa." Landsdómur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Geir Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, reyndi eftir kosningarnar 2007 að koma á fundi um ríkisstjórnarmyndun flokkanna. Á þeim tíma sagði Steingrímur hins vegar á Stöð 2 að Vinstri grænir lytu hinum formlegu reglum um stjórnarmyndun og leiðinlegur svipur væri á öðru. Eftir niðurstöðu Alþingis í gær vandaði Geir Steingrími ekki kveðjurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákveðin ofstækisöfl hefðu undirtökin í þinginu og foringi þeirra væri Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefði stýrt þessari atburðarás. „Það er svolítið annað hljóð í honum núna en þegar að hann var að reyna að draga mig upp í sumarbústað til tengdaforeldra sinna vorið 2007 til að mynda ríkisstjórn," sagði Geir. Svo vill til að vorið 2007, þann 16. maí, fjórum dögum eftir kosningar, var Steingrímur spurður á Stöð 2 um slíkar þreifingar; hvað væri hæft í orðrómi um að jafnvel viðræður væru í gangi milli vinstri grænna og sjálfstæðismanna. "Nei, það er ekki rétt. Við höfum ekki hist, við Geir Haarde, - nema bara í sjónvarpsþáttum," svaraði Steingrímur. "Fólk er þó eitthvað að tala saman eins og gengur. Ég hef þó lagt á það áherslu hjá okkur að við hlýtum hinum formlegu reglum. Og ég hef beðið okkar þingmenn að vera ekki að hringja út og suður, vegna þess að það er svona leiðinlegur svipur á því. Það eru auðvitað alltaf einhverjir kanalar," sagði hann, og bætti við að þeir hefðu tryggt að sjálfstæðismenn vissu að Vinstri grænir höfnuðu ekki viðræðum við þá. Steingrímur var meira að segja tilbúinn að kyngja Helguvík þegar spurt var um stóriðjustefnuna og sagði að það þýddi ekkert að fara fyrirfram með úrslitakosti inn í slíkar viðræður. Allt væri til umræðu í samskiptum milli flokka. Ef staðan væri þannig að hvorki væri lagalega né tæknilega hægt að stoppa Helguvík þá stæðu menn frammi fyrir slíku. "Við höfum alltaf sagt: Okkar áform eru að bremsa þessa stefnu af og stoppa það sem hægt er að stoppa; það sem er tæknilega og lagalega hægt að stoppa."
Landsdómur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira