Hefur einlægan og brennandi áhuga á skuldamálum þjóðríkja 11. desember 2010 04:00 Formaður íslensku samninganefndarinnar í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga segist hafa helgað líf sitt vinnunni. Hann segir raunar mestu furðu hversu vel hann viðhaldi móðurmálinu miðað við langdvalir hans í ríkjum þar sem ekki er töluð enska. Fréttablaðið/Anton Lee C. Buchheit, formaður Icesave-nefndar Íslands, hefur eytt 14 klukkutímum heima hjá sér síðasta mánuðinn. Hann segir betri samning í Icesave-deilunni ekki fást nema til þess kæmi að skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi niðurgreiddu kostnað Íslendinga. Sú niðurstaða væri ekki líkleg á niðurskurðartímum. Því myndi dómstólaleið blasa við, með hættunni á að málið myndi tapast þar. Lee C. Buchheit hafði þegar auga með Íslandi áður en hann tók að sér það verkefni að fara fyrir samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni. Hann kom hingað til lands í desemberbyrjun 2008 í boði stjórnvalda sem vildu ræða stöðu málsins við hann. „Ævistarf mitt snýst um skuldamál ríkja. Ég hef á þeim djúpan fræðilegan áhuga og það er ákaflega gagnlegt að vita hvernig tekist hefur verið á við ólíkar aðstæður í þeim efnum," segir hann og kveðst því þegar í kjölfar hrunsins haft áhuga á því að koma að málefnum Íslands. Nafn Buchheits bar svo nokkrum sinnum á góma árið 2009, svo sem þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd í ágúst það ár. Það var hins vegar ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem tekin var ákvörðun um að hann færi fyrir nýrri samninganefnd í Icesave-deilunni. Buchheit er meðeigandi á lögfræðistofunni Cleary Gottlieb sem sérhæfir sig í að vinna fyrir sjálfstæð ríki.Icesave var öðruvísi verkefni„Við vinnum fyrir um 30 lönd, meðal annars í tengslum við úrvinnslu skulda, hvers kyns starfsemi, einkavæðingar og þess háttar hluti." segir hann og kveðst fyrst hafa komið að vinnu við skuldaúrlausn ríkja þegar Mexíkó gat ekki staðið við skuldbindingar sínar árið 1982. „Það var byrjunin á alþjóðlegri skuldakreppu sem varði í tíu til tólf ár. En þegar þetta var allt að byrja var ég við störf á Lundúnaskrifstofu fyrirtækisins og fékkst við fjölbanka-lánasamninga." Buchheit segist hins vegar strax hafa orðið hugfanginn af verkefninu. „Endurskipulagning ríkisskulda er blanda lögfræði og þess sjónarspils sem fylgir stjórnmálum. Og ef satt skal segja þá getur lögfræðin verið óhemju leiðigjörn," bætir hann glettinn við. Í Mexíkó segist Buchheit hafa gripið bakteríuna og hefur sérhæft sig í skuldamálum þjóðríkja æ síðan. Meðal annarra verkefna Buchheits má nefna skuldavanda Rússa árið 1988, en síðustu sex ár hefur hann starfað við málefni Íraks. „Það er umfangsmesta skuldaendurskipulagningin. Skuldir Saddam-stjórnarinnar nema 140 milljörðum Bandaríkjadala [16.058 milljörðum króna]." Verkefnið sem lá fyrir hér segir Buchheit hins vegar hafa verið nokkuð annars eðlis. „Verkefnið snýr ekki að endurskipulagningu skulda, heldur höfðu Bretar og Hollendingar lagt fram fjármuni og það sem við vorum í raun og veru að gera var að semja um skilmála lánsins, ekki endursemja um lánaskilmála vanskilalána." Hvað varðar þá niðurstöðu sem fengin er með nýju samningunum í Icesave-deilunni og endanlegan kostnað ríkisins áréttar Buchheit að hún sé nokkurri óvissu háð. Búast við því versta„Þar hafa nokkrir hlutir áhrif. Eftir því sem fjármunir fást úr þrotabúi Landsbankans þá ganga þeir upp í greiðslur á láninu frá Bretum og Hollendingum. Niðurgreiddar upphæðir safna ekki vöxtum fram í tímann og því er fyrsta stóra spurningin sú hversu hraðar endurheimtur verði úr búi Landsbankans. Önnur spurning er svo hvort þær greiðslur verði í samræmi við það sem skilanefnd bankans býst nú við að þær verði." Hann segir hins vegar trú á því að mat skilanefndarinnar á endurheimtum sé rétt hafa aukist eftir því sem lengra hefur liðið frá hruni. „Um leið hefur það gerst að vextir hafa lækkað í heiminum og eins og niðurstaðan leiðir í ljós, þá endurspegla vextirnir í samningnum í raun og veru kostnað Hollendinga og Breta af fjármögnun. Við höfum því, rétt eins og þeir, haft óbeinan hag af lækkandi vöxtum." Krónan getur einnig leikið stórt hlutverk í því hvernig úr rætist að mati Buchheits. „Samkvæmt skilmálunum þarf Ísland að endurgreiða í sterlingspundum og evrum, en uppruni greiðslnanna er í krónum, að öllum líkindum hjá ríkinu. Eftir því sem krónan styrkist þá þarf færri krónur til endurgreiðslunnar," segir hann, en viðurkennir um leið að öndverð gengisþróun hefði jafnframt áhrif í hina áttina. „Það er óvissa sem vissulega gerði alla okkar vinnu erfiðari við samningana. Nærri liggur að við höfum þurft að ganga til verks með kartesískan efa um hvað komi til með að gerast. Síðan er gert ráð fyrir hinu versta um leið og maður vonar og trúir því að sú verði ekki niðurstaðan. Þess vegna eru allir þessir fyrirvarar í samningnum, svo sem sjálfkrafa framlenging lánsins í allt að 37 ár ef þörf krefur. Það hefur hins vegar enginn trú á því að til þess þurfi að koma." Milli fyrri samninga um Icesave og þeirra sem nú liggja fyrir urðu stjórnarskipti bæði í Bretlandi og Hollandi. Áhrifin af því segir Buchheit helst hafa endurspeglast í því að samningaferlið tafðist á meðan kosningarnar gengu yfir í löndunum tveimur. „Ég skynjaði ekki neinar grundvallarbreytingar í viðhorfum hvorki Breta né Hollendinga til þeirra mála sem við vorum að fást við þótt breytingar hefðu orðið á ríkisstjórn hjá þeim," segir hann og bendir á að breytingar í ríkisstjórn landanna hafi ekki endurspeglast í breyttu mannahaldi í samninganefndum þeirra í Icesave-deilunni. „Þetta voru sömu einstaklingarnir fyrir kosningar og eftir." Voru með spil í erminniHvað varðar fyrri samninga um Icesave segir Buchheit bæði varasamt og rangt að velta vöngum yfir því hvað hafi verið gert rétt og hvað rangt í þeim. „Þá voru aðstæður allar aðrar. Hrunið var nýafstaðið. Ísland átti fáa vini og lítil fjárráð og þurfti að feta sig í átt til bata og eðlilegs ástands á ný. Icesave-deilan fór hátt og var umdeild," segir hann og bendir á að í fyrsta samningnum um Icesave hafi verið að finna þætti sem telja mætti betri en í þeim sem nú liggur fyrir. „Til dæmis var þar ekki kveðið á um greiðslu vaxta fyrstu sjö árin. Vöxtunum var safnað upp og bætt við heildarfjárhæðina. Þetta held ég að hafi verið gert af því að peningarnir voru ekki til. Núna er sú staða breytt og meira rými til endurgreiðslna." Þessi breytta staða segir Buchheit að hafi gefið síðustu samninganefnd forskot sem hinar hafi ekki haft. „Við vorum með ás uppi í erminni, sem hinir höfðu ekki, í því að geta boðið nokkuð sem allir lánveitendur sjá virði í, nefnilega reglulega greiðslu vaxta í stað þess að safna þeim þeim upp í sjö ár. Slík uppsöfnun hugnast engum lánveitanda og það gátum við nýtt okkur." Til eru þeir sem telja að aldrei hefði átt að semja um Icesave, heldur útkljá málið fyrir dómstólum. Buchheit kveðst ekki sérfróður um Evrópulöggjöf en bendir þó á hversu mjög lögfræðingar virðist skipast í fylkingar í vangaveltum um það mál. „Í mínum huga voru þetta aðstæður sem kölluðu á samninga en ekki dómsmál. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Sú fyrsta er að dómsmál geta tapast og tap í þessu máli hefði skelfilegar afleiðingar. Mótaðlinn gæti þá kallað eftir innheimtu allrar upphæðarinnar í einu og jafnvel haldið því fram að endurgreiðslan ætti ekki einungis að ná til lágmarkstryggingar innstæðna, heldur allra innstæðna." Í öðru lagi segir hann hliðartjón í því falið að hafa Icesave-deiluna hangandi óleysta yfir höfði þjóðarinnar. „Við værum þá með opið sár í samskiptum þjóðanna þriggja um lengri tíma. Það er alltaf erfitt að sýna fram á hversu mikið tjón gæti hlotist af því, en mín tilfinning er að það yrði verulegt. Rétt eins og það er tilfinning mín að samþykki Alþingi núna gerðan samning þá fáist af því áþreifanlegur ávinningur fyrir landið, sem núna er erfitt að sjá fyrir." Sem mögulegan ábata nefnir Buchheit þó áhrif af diplómatískum stuðningi í öðrum verkefnum stjórnvalda og mögulega aukningu í beinni erlendri fjárfestingu. „Það bíða fjölmargir eftir því að sjá hvort ekki fáist viðunandi niðurstaða í þessu máli," segir hann og kveðst ekki sjá skynsemina í því að fara með málið í þessum búningi og umgjörð fyrir dómstóla. Dómstólaleiðin ófærFari hins vegar svo að Alþingi hafni nýjum samningi segir Buchheit ekki útilokað að hægt verði að fá Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu. „En ég mundi þó ekki telja það líklegt og tel fremur að þá myndi koma til málaferla. Ástæðan fyrir þeirri skoðun minni er að vaxtaskilmálar núgildandi samnings miða við fjármögnunarkostnað landanna. Að því gefnu að sú fullyrðing standist og þau samþykktu enn lægri vexti þá væru stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í raun að biðja skattgreiðendur í sínum löndum að niðurgreiða lán til Íslendinga. Þetta eru rök sem við beittum með öfugum formerkjum í samningaviðræðunum og bentum á að ef vextirnir væru hærri en nemur fjármögnunarkostnaði þá væru skattgreiðendur þessara landa að græða á kostnað Íslendinga. Sú niðurstaða væri alveg jafn óviðunandi." Á tímum þar sem ný ríkisstjórn í Bretlandi þarf að leggja á þegna sína erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum, svo sem með lokun sjúkrahúsa, skattahækkunum og hækkandi gjöldum í háskóla telur Buchheit æði ólíklegt að stjórnmálamenn þar í landi færu fram á það við kjósendur sína að niðurgreiða lán til Íslendinga. „En ég er náttúrlega ekki stjórnmálamaður. Þetta er bara það sem mér sýnist." Vinnan er lífiðLee C. Buchheit segir hafa verið afar skemmtilegt að fá að bregða sér í nýtt hlutverk í starfi sínu fyrir íslensku ríkisstjórnina. „Ég var bara ráðinn sem samningamaður, ekki sem lögfræðingur og upplífgandi að fá að vera í aðstæðum þar sem einhver segir „köllum á lögfræðingana, þeir þurfa að vinna í alla nótt við nýtt uppkast að samningi" og ég sé ekki sæng mína upp reidda." Hann segist ráðinn til starfans á hefðbundnum taxta lögfræðistofu sinnar, en þó sé óvanalegt í þeirri útseldu vinnu að hann sé bara einn. „Venjulega fáum við verkefni þar sem teymi lögfræðinga mætir frá okkur og mér finnst alveg frábært að vera í fyrsta sinn á ferlinum laus við að vera í þeim búningi." Núna segir Buchheit önnur verkefni taka við. „Ég held í austur, þar krauma vandræði," segir hann glettinn og bætir því við að síðasta mánuðinn hafi hann ekki verið nema 14 klukkustundir heima hjá sér í New York. „Drottinn góður hefur ekki leyft þá stund þar sem úrlausnarmenn skuldavanda þjóða geta setið auðum höndum. Þessa dagana útdeilir hann af góðvild sinni ótöldum verkefnum," segir Buchheit, sem býr einn og kveðst ekki mundu vilja haga lífi sínu á annan hátt. „Ég gerði skuldamál þjóða að ævistarfi og ég ann því heitt, enda eru engin verkefni sambærileg. Maður er stöðugt á stöðum þar sem umrót og umbreytingar ráða ríkjum og það er bara miklu skemmtilegra en vera þar sem ládeyðan liggur yfir." Icesave Skroll-Fréttir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lee C. Buchheit, formaður Icesave-nefndar Íslands, hefur eytt 14 klukkutímum heima hjá sér síðasta mánuðinn. Hann segir betri samning í Icesave-deilunni ekki fást nema til þess kæmi að skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi niðurgreiddu kostnað Íslendinga. Sú niðurstaða væri ekki líkleg á niðurskurðartímum. Því myndi dómstólaleið blasa við, með hættunni á að málið myndi tapast þar. Lee C. Buchheit hafði þegar auga með Íslandi áður en hann tók að sér það verkefni að fara fyrir samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni. Hann kom hingað til lands í desemberbyrjun 2008 í boði stjórnvalda sem vildu ræða stöðu málsins við hann. „Ævistarf mitt snýst um skuldamál ríkja. Ég hef á þeim djúpan fræðilegan áhuga og það er ákaflega gagnlegt að vita hvernig tekist hefur verið á við ólíkar aðstæður í þeim efnum," segir hann og kveðst því þegar í kjölfar hrunsins haft áhuga á því að koma að málefnum Íslands. Nafn Buchheits bar svo nokkrum sinnum á góma árið 2009, svo sem þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd í ágúst það ár. Það var hins vegar ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem tekin var ákvörðun um að hann færi fyrir nýrri samninganefnd í Icesave-deilunni. Buchheit er meðeigandi á lögfræðistofunni Cleary Gottlieb sem sérhæfir sig í að vinna fyrir sjálfstæð ríki.Icesave var öðruvísi verkefni„Við vinnum fyrir um 30 lönd, meðal annars í tengslum við úrvinnslu skulda, hvers kyns starfsemi, einkavæðingar og þess háttar hluti." segir hann og kveðst fyrst hafa komið að vinnu við skuldaúrlausn ríkja þegar Mexíkó gat ekki staðið við skuldbindingar sínar árið 1982. „Það var byrjunin á alþjóðlegri skuldakreppu sem varði í tíu til tólf ár. En þegar þetta var allt að byrja var ég við störf á Lundúnaskrifstofu fyrirtækisins og fékkst við fjölbanka-lánasamninga." Buchheit segist hins vegar strax hafa orðið hugfanginn af verkefninu. „Endurskipulagning ríkisskulda er blanda lögfræði og þess sjónarspils sem fylgir stjórnmálum. Og ef satt skal segja þá getur lögfræðin verið óhemju leiðigjörn," bætir hann glettinn við. Í Mexíkó segist Buchheit hafa gripið bakteríuna og hefur sérhæft sig í skuldamálum þjóðríkja æ síðan. Meðal annarra verkefna Buchheits má nefna skuldavanda Rússa árið 1988, en síðustu sex ár hefur hann starfað við málefni Íraks. „Það er umfangsmesta skuldaendurskipulagningin. Skuldir Saddam-stjórnarinnar nema 140 milljörðum Bandaríkjadala [16.058 milljörðum króna]." Verkefnið sem lá fyrir hér segir Buchheit hins vegar hafa verið nokkuð annars eðlis. „Verkefnið snýr ekki að endurskipulagningu skulda, heldur höfðu Bretar og Hollendingar lagt fram fjármuni og það sem við vorum í raun og veru að gera var að semja um skilmála lánsins, ekki endursemja um lánaskilmála vanskilalána." Hvað varðar þá niðurstöðu sem fengin er með nýju samningunum í Icesave-deilunni og endanlegan kostnað ríkisins áréttar Buchheit að hún sé nokkurri óvissu háð. Búast við því versta„Þar hafa nokkrir hlutir áhrif. Eftir því sem fjármunir fást úr þrotabúi Landsbankans þá ganga þeir upp í greiðslur á láninu frá Bretum og Hollendingum. Niðurgreiddar upphæðir safna ekki vöxtum fram í tímann og því er fyrsta stóra spurningin sú hversu hraðar endurheimtur verði úr búi Landsbankans. Önnur spurning er svo hvort þær greiðslur verði í samræmi við það sem skilanefnd bankans býst nú við að þær verði." Hann segir hins vegar trú á því að mat skilanefndarinnar á endurheimtum sé rétt hafa aukist eftir því sem lengra hefur liðið frá hruni. „Um leið hefur það gerst að vextir hafa lækkað í heiminum og eins og niðurstaðan leiðir í ljós, þá endurspegla vextirnir í samningnum í raun og veru kostnað Hollendinga og Breta af fjármögnun. Við höfum því, rétt eins og þeir, haft óbeinan hag af lækkandi vöxtum." Krónan getur einnig leikið stórt hlutverk í því hvernig úr rætist að mati Buchheits. „Samkvæmt skilmálunum þarf Ísland að endurgreiða í sterlingspundum og evrum, en uppruni greiðslnanna er í krónum, að öllum líkindum hjá ríkinu. Eftir því sem krónan styrkist þá þarf færri krónur til endurgreiðslunnar," segir hann, en viðurkennir um leið að öndverð gengisþróun hefði jafnframt áhrif í hina áttina. „Það er óvissa sem vissulega gerði alla okkar vinnu erfiðari við samningana. Nærri liggur að við höfum þurft að ganga til verks með kartesískan efa um hvað komi til með að gerast. Síðan er gert ráð fyrir hinu versta um leið og maður vonar og trúir því að sú verði ekki niðurstaðan. Þess vegna eru allir þessir fyrirvarar í samningnum, svo sem sjálfkrafa framlenging lánsins í allt að 37 ár ef þörf krefur. Það hefur hins vegar enginn trú á því að til þess þurfi að koma." Milli fyrri samninga um Icesave og þeirra sem nú liggja fyrir urðu stjórnarskipti bæði í Bretlandi og Hollandi. Áhrifin af því segir Buchheit helst hafa endurspeglast í því að samningaferlið tafðist á meðan kosningarnar gengu yfir í löndunum tveimur. „Ég skynjaði ekki neinar grundvallarbreytingar í viðhorfum hvorki Breta né Hollendinga til þeirra mála sem við vorum að fást við þótt breytingar hefðu orðið á ríkisstjórn hjá þeim," segir hann og bendir á að breytingar í ríkisstjórn landanna hafi ekki endurspeglast í breyttu mannahaldi í samninganefndum þeirra í Icesave-deilunni. „Þetta voru sömu einstaklingarnir fyrir kosningar og eftir." Voru með spil í erminniHvað varðar fyrri samninga um Icesave segir Buchheit bæði varasamt og rangt að velta vöngum yfir því hvað hafi verið gert rétt og hvað rangt í þeim. „Þá voru aðstæður allar aðrar. Hrunið var nýafstaðið. Ísland átti fáa vini og lítil fjárráð og þurfti að feta sig í átt til bata og eðlilegs ástands á ný. Icesave-deilan fór hátt og var umdeild," segir hann og bendir á að í fyrsta samningnum um Icesave hafi verið að finna þætti sem telja mætti betri en í þeim sem nú liggur fyrir. „Til dæmis var þar ekki kveðið á um greiðslu vaxta fyrstu sjö árin. Vöxtunum var safnað upp og bætt við heildarfjárhæðina. Þetta held ég að hafi verið gert af því að peningarnir voru ekki til. Núna er sú staða breytt og meira rými til endurgreiðslna." Þessi breytta staða segir Buchheit að hafi gefið síðustu samninganefnd forskot sem hinar hafi ekki haft. „Við vorum með ás uppi í erminni, sem hinir höfðu ekki, í því að geta boðið nokkuð sem allir lánveitendur sjá virði í, nefnilega reglulega greiðslu vaxta í stað þess að safna þeim þeim upp í sjö ár. Slík uppsöfnun hugnast engum lánveitanda og það gátum við nýtt okkur." Til eru þeir sem telja að aldrei hefði átt að semja um Icesave, heldur útkljá málið fyrir dómstólum. Buchheit kveðst ekki sérfróður um Evrópulöggjöf en bendir þó á hversu mjög lögfræðingar virðist skipast í fylkingar í vangaveltum um það mál. „Í mínum huga voru þetta aðstæður sem kölluðu á samninga en ekki dómsmál. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Sú fyrsta er að dómsmál geta tapast og tap í þessu máli hefði skelfilegar afleiðingar. Mótaðlinn gæti þá kallað eftir innheimtu allrar upphæðarinnar í einu og jafnvel haldið því fram að endurgreiðslan ætti ekki einungis að ná til lágmarkstryggingar innstæðna, heldur allra innstæðna." Í öðru lagi segir hann hliðartjón í því falið að hafa Icesave-deiluna hangandi óleysta yfir höfði þjóðarinnar. „Við værum þá með opið sár í samskiptum þjóðanna þriggja um lengri tíma. Það er alltaf erfitt að sýna fram á hversu mikið tjón gæti hlotist af því, en mín tilfinning er að það yrði verulegt. Rétt eins og það er tilfinning mín að samþykki Alþingi núna gerðan samning þá fáist af því áþreifanlegur ávinningur fyrir landið, sem núna er erfitt að sjá fyrir." Sem mögulegan ábata nefnir Buchheit þó áhrif af diplómatískum stuðningi í öðrum verkefnum stjórnvalda og mögulega aukningu í beinni erlendri fjárfestingu. „Það bíða fjölmargir eftir því að sjá hvort ekki fáist viðunandi niðurstaða í þessu máli," segir hann og kveðst ekki sjá skynsemina í því að fara með málið í þessum búningi og umgjörð fyrir dómstóla. Dómstólaleiðin ófærFari hins vegar svo að Alþingi hafni nýjum samningi segir Buchheit ekki útilokað að hægt verði að fá Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu. „En ég mundi þó ekki telja það líklegt og tel fremur að þá myndi koma til málaferla. Ástæðan fyrir þeirri skoðun minni er að vaxtaskilmálar núgildandi samnings miða við fjármögnunarkostnað landanna. Að því gefnu að sú fullyrðing standist og þau samþykktu enn lægri vexti þá væru stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í raun að biðja skattgreiðendur í sínum löndum að niðurgreiða lán til Íslendinga. Þetta eru rök sem við beittum með öfugum formerkjum í samningaviðræðunum og bentum á að ef vextirnir væru hærri en nemur fjármögnunarkostnaði þá væru skattgreiðendur þessara landa að græða á kostnað Íslendinga. Sú niðurstaða væri alveg jafn óviðunandi." Á tímum þar sem ný ríkisstjórn í Bretlandi þarf að leggja á þegna sína erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum, svo sem með lokun sjúkrahúsa, skattahækkunum og hækkandi gjöldum í háskóla telur Buchheit æði ólíklegt að stjórnmálamenn þar í landi færu fram á það við kjósendur sína að niðurgreiða lán til Íslendinga. „En ég er náttúrlega ekki stjórnmálamaður. Þetta er bara það sem mér sýnist." Vinnan er lífiðLee C. Buchheit segir hafa verið afar skemmtilegt að fá að bregða sér í nýtt hlutverk í starfi sínu fyrir íslensku ríkisstjórnina. „Ég var bara ráðinn sem samningamaður, ekki sem lögfræðingur og upplífgandi að fá að vera í aðstæðum þar sem einhver segir „köllum á lögfræðingana, þeir þurfa að vinna í alla nótt við nýtt uppkast að samningi" og ég sé ekki sæng mína upp reidda." Hann segist ráðinn til starfans á hefðbundnum taxta lögfræðistofu sinnar, en þó sé óvanalegt í þeirri útseldu vinnu að hann sé bara einn. „Venjulega fáum við verkefni þar sem teymi lögfræðinga mætir frá okkur og mér finnst alveg frábært að vera í fyrsta sinn á ferlinum laus við að vera í þeim búningi." Núna segir Buchheit önnur verkefni taka við. „Ég held í austur, þar krauma vandræði," segir hann glettinn og bætir því við að síðasta mánuðinn hafi hann ekki verið nema 14 klukkustundir heima hjá sér í New York. „Drottinn góður hefur ekki leyft þá stund þar sem úrlausnarmenn skuldavanda þjóða geta setið auðum höndum. Þessa dagana útdeilir hann af góðvild sinni ótöldum verkefnum," segir Buchheit, sem býr einn og kveðst ekki mundu vilja haga lífi sínu á annan hátt. „Ég gerði skuldamál þjóða að ævistarfi og ég ann því heitt, enda eru engin verkefni sambærileg. Maður er stöðugt á stöðum þar sem umrót og umbreytingar ráða ríkjum og það er bara miklu skemmtilegra en vera þar sem ládeyðan liggur yfir."
Icesave Skroll-Fréttir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira