Ræsingin lykill að sigri í Singapúr 26. september 2010 09:08 Mótssvæðið í Singapúr er flóðlýst og er við hafnarbakkann. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að höfuðatriði sé að ná góðri ræsingu í upphafi Formúlu 1 mótsins í Singapúr í dag. Hann er meðal fimm ökumanna í slag um meistaratitilinn, þegar fimm mótum er ólokið. Bein útsending er frá mótinu í Singapúr í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag og þátturinn Endamarkið er strax að honum loknum. Í honum er farið yfir allt það besta úr mótinu. Fernando Alonso á Ferrari er fremstur á ráslínu í Singapúr, við hlið hans Sebastian Vettel á Red Bull. Lewis Hamilton á McLaren er þriðji, Button fjórði og Mark Webber fimmti en hann er efstur í stigamótinu. Er með 5 stiga forskot á Hamilton. Þessir fimm ökumenn er í titilslagnum "Ræsingin er lykillinn. Að ræsa vel af stað er mjög mikilvægt. Mitt vandamál að liðsfélagi minn er á samskonar bíl við hliðina á mér og hann mun ræsa af stað jafnvel og ég. Ég mun ekki komast framúr honum í ræsingunni, en maður veit þó aldrei fyrir fyrir fyrstu beygju", sagði Button í frétt á autosport.com. "Vettel hefur byrjað illa í mörgum mótum að undanförnu. Ég er ekki að segja að það sé honum að kenna, en Red Bull bíllinn hefur ekki ræst vel af stað. Það er jákvætt fyrir okkur", sagði Button, sem ætlar að berjast til sigurs eins og allir ökumennirnir í titilslagnum. Hvert stig er mikilvægt og Button hefur titil að verja. Brautarlýsingu og tölfræði um mótshelgina má finna á htttp://www.kappakstur.is Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að höfuðatriði sé að ná góðri ræsingu í upphafi Formúlu 1 mótsins í Singapúr í dag. Hann er meðal fimm ökumanna í slag um meistaratitilinn, þegar fimm mótum er ólokið. Bein útsending er frá mótinu í Singapúr í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag og þátturinn Endamarkið er strax að honum loknum. Í honum er farið yfir allt það besta úr mótinu. Fernando Alonso á Ferrari er fremstur á ráslínu í Singapúr, við hlið hans Sebastian Vettel á Red Bull. Lewis Hamilton á McLaren er þriðji, Button fjórði og Mark Webber fimmti en hann er efstur í stigamótinu. Er með 5 stiga forskot á Hamilton. Þessir fimm ökumenn er í titilslagnum "Ræsingin er lykillinn. Að ræsa vel af stað er mjög mikilvægt. Mitt vandamál að liðsfélagi minn er á samskonar bíl við hliðina á mér og hann mun ræsa af stað jafnvel og ég. Ég mun ekki komast framúr honum í ræsingunni, en maður veit þó aldrei fyrir fyrir fyrstu beygju", sagði Button í frétt á autosport.com. "Vettel hefur byrjað illa í mörgum mótum að undanförnu. Ég er ekki að segja að það sé honum að kenna, en Red Bull bíllinn hefur ekki ræst vel af stað. Það er jákvætt fyrir okkur", sagði Button, sem ætlar að berjast til sigurs eins og allir ökumennirnir í titilslagnum. Hvert stig er mikilvægt og Button hefur titil að verja. Brautarlýsingu og tölfræði um mótshelgina má finna á htttp://www.kappakstur.is
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira