Button vill komast í fremstu röð á ný 20. ágúst 2010 19:17 Jenson Button hjá McLaren spjallar við sjónvarpsmenn. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að lið sitt hafi verið skrefi á eftir toppliðunum í síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi. Keppnisliða koma úr sumarfríi í næstu viku og keppa á Spa brautinni í Belgíu um aðra helgi. "Við mætum til Belgíu vitandi það að við erum aðeins á eftir. Okkur gekk ekki sérlega vel í Ungverjalandi og liðið vill komast í fremstu röð á ný", sagði Button í frétt á autosport.com í dag. "Við erum bjartsýnir að ný útsetning á reglum varðandi yfirbyggingu bíla muni minnka bilið á milli liðanna og bæði Spa og Monza brautirnar henta bílum okkar betur en mótið í Ungverjalandi. Við þurfum að ná sama slagkrafti og fyrr á tímabilinu." "Ég hef þó ekki trú á að tvö næstu mót ráði úrslitum í meistaramótinu, en það verður erfiðara að uppfæra bílinn fyrir lokamótin. Það er því mikilvægt að ná stigum í næstu mótum." Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að lið sitt hafi verið skrefi á eftir toppliðunum í síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi. Keppnisliða koma úr sumarfríi í næstu viku og keppa á Spa brautinni í Belgíu um aðra helgi. "Við mætum til Belgíu vitandi það að við erum aðeins á eftir. Okkur gekk ekki sérlega vel í Ungverjalandi og liðið vill komast í fremstu röð á ný", sagði Button í frétt á autosport.com í dag. "Við erum bjartsýnir að ný útsetning á reglum varðandi yfirbyggingu bíla muni minnka bilið á milli liðanna og bæði Spa og Monza brautirnar henta bílum okkar betur en mótið í Ungverjalandi. Við þurfum að ná sama slagkrafti og fyrr á tímabilinu." "Ég hef þó ekki trú á að tvö næstu mót ráði úrslitum í meistaramótinu, en það verður erfiðara að uppfæra bílinn fyrir lokamótin. Það er því mikilvægt að ná stigum í næstu mótum."
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira