Enski boltinn

Mourinho: Chelsea er með eitt besta lið í heimi

Ómar Þorgeirsson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Ítalíumeisturum Inter er í löngu viðtali á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA þar sem hann talar um einvígið gegn fyrrum lærisveinum sínum í Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mourinho telur Chelsea vera með eitt besta lið heims í dag og mjög góðan knattspyrnustjóra en á móti komi þá þekki hann allt og alla hjá félaginu út í gegn en hann mætti á stamford Bridge-leikvanginn í lok desember og fylgdist þá með Chelsea vinna Fulham 2-1.

„Chelsea er með eitt besta lið í heimi. Það er alveg á hreinu en á móti kemur þá eru engin leyndarmál hjá Chelsea sem ég veit ekki. Þegar ég fór að horfa á Chelsea á dögunum þá fylgdist ég vel með öllu. Ég tók vel því að upphitun liðsins er nákvæmlega eins háttað og þegar ég var hjá félaginu. Þá spilar liðið sömu leikkerfi, 4-3-3 og 4-4-2 með demanta miðju, eins og ég notaði á sínum tíma og færslurnar á varnarleiknum til að verjast föstum leikatriðum eru eins.

Þetta sýnir bara hvað Carlo Ancelotti er góður stjóri því hann hefur áttað sig á því hvaða leikkerfi leikmönnunum líður best með að spila. Í stað þess að rugla öllu og því hefur hann náð jafn góðum árangri og raun ber vitni um. Þetta snýst um að halda því áfram sem gekk vel með smá fínstillingum hér og þar," segir Mourinho sem yfirgaf herbúðir Lundúnafélagsins í september árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×