Kjartan ekki kallaður fyrir Rannsóknarnefndina 7. janúar 2010 18:39 Endurskoðunarnefnd gamla Landsbankans sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með Icesave og rekstri bankans hefur ekki verið boðuð í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Í endurskoðunarnefndinni sátu Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson í Odda og Andri Sveinsson, fjármálastjóri hjá Novator. Endurskoðunarnefndir eiga að vera í öllum bönkum. Samkvæmt lögum um ársreikninga ber þessum nefndum að hafa eftirlit með virkni innra eftirlits og áhættustýringu. Hlutverk þeirra er meðal annars að sannreyna hvort ársreikningar gefi glögga mynd af rekstrinum - og ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit sé innan bankans. Nefndin er líka ábyrg fyrir að tryggja eftirlit með áhættu í rekstri fyrirtækis. Icesave reikningar Landsbankans voru grunnur að fjármögnun bankans og því mikilvægur þáttur í allri starfseminni. Í endurskoðunarnefnd Landsbankans árið 2008, fram að hruni sátu Kjartan Gunnarsson, sem formaður, Þorgeir Baldursson sem óháður stjórnarmaður og Andri Sveinsson sem fulltrúi eigenda bankans. Andri starfar sem fjármálastjóri Novator Partners, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum ítarleg gögn úr öllum bönkunum, þar á meðal fundargerðir og önnur gögn úr Landsbankanum sem tengjast Icesave reikningunum. Heimildir herma að meðlimir endurskoðunarnefndar Landsbankans hafi ekki verið boðaðir í yfirheyrslu hjá nefndinni. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Endurskoðunarnefnd gamla Landsbankans sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með Icesave og rekstri bankans hefur ekki verið boðuð í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Í endurskoðunarnefndinni sátu Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson í Odda og Andri Sveinsson, fjármálastjóri hjá Novator. Endurskoðunarnefndir eiga að vera í öllum bönkum. Samkvæmt lögum um ársreikninga ber þessum nefndum að hafa eftirlit með virkni innra eftirlits og áhættustýringu. Hlutverk þeirra er meðal annars að sannreyna hvort ársreikningar gefi glögga mynd af rekstrinum - og ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit sé innan bankans. Nefndin er líka ábyrg fyrir að tryggja eftirlit með áhættu í rekstri fyrirtækis. Icesave reikningar Landsbankans voru grunnur að fjármögnun bankans og því mikilvægur þáttur í allri starfseminni. Í endurskoðunarnefnd Landsbankans árið 2008, fram að hruni sátu Kjartan Gunnarsson, sem formaður, Þorgeir Baldursson sem óháður stjórnarmaður og Andri Sveinsson sem fulltrúi eigenda bankans. Andri starfar sem fjármálastjóri Novator Partners, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum ítarleg gögn úr öllum bönkunum, þar á meðal fundargerðir og önnur gögn úr Landsbankanum sem tengjast Icesave reikningunum. Heimildir herma að meðlimir endurskoðunarnefndar Landsbankans hafi ekki verið boðaðir í yfirheyrslu hjá nefndinni.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira