Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar sérstök heimasíða fyrir átakið „Mottu-mars" var opnuð.
Þar gefst öllum sem sprettur grön kostur á að skrá sig og vera með í keppni um flottasta yfirvararskegg marsmánaðar - og safna í leiðinni áheitum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.
Skeggsprettandi karlmenn streyma nú inn á vefinn karlmennogkrabbamein.is bæði til að skrá sig í keppnina og til að heita á skeggjaða vini og félaga.
Á fyrsta degi safnaðist hvorki meira né minna en 195.000.- krónur.
Eins og myndirnar sýna voru helstu íþróttamenn landsins með áberandi flottan hárvöxt á efri vör.