Malbikið á nýrri braut ekki vandamál segir hönnuðurinn Tilke 20. október 2010 14:58 Jamie Alguersuari, ökumaður Torro Rosso er meðal þeirra sem hefur skoðað brautina í Suður Kóreu, en hann er hér í blárri treyju. AP mynd: Mark Baker Sumir Formúlu 1 ökumenn hafa áhyggjur af því að malbikið á nýju brautinni í Suður Kóreu sem verður notuð um helgina geti orðið til vandræða, þar sem hún var malbikuð fyrir skömmu. En hönnuður brautarinnar, Hermann Tilke telur að allt muni ganga upp og sleipt nýtt malbikið muni auka tilþrifin um helgina. Tilke sagði í samtali við autosport.com að í hans augum yrði það ekki vandamál. "Skortur á gripi ætti ekki að vera vandamál þar sem við erum með bestu ökumenn heims hérna. Auk þess verða aðstæður eins fyrir alla og það er ekki hætta á því að malbikið gefi sig", sagði Tilke. "Brautin verður mjög, mjög hál á föstudaginn af því hún er ný. Það verður því mikið um snarsnúning og það verður ekki auðvelt að finna rétta uppsetningu fyrir bílanna á laugardag og sunnudag. Brautin mun breytast mikið. Það þýðir að sumar ökumenn verða menn ranga uppsetningu, því menn verða að giska á bestu uppsetninguna." Tilke sagði í frétt autosport.com að brautin í Suður Kóreu hefði verið erfið í fæðingu vegna ýmissa vandamála og sagðist ekki alltaf hafa verið viss um að dæmið myndi ganga upp. Um tíma var umræða meðal manna að af mótinu yrði ekki. Tilke sagði að menn hefðu lagt hart að sér að klára verkið. Það tók meira en ár að ræsa burt vatn frá svæðinu sem var notað, en brautin var byggð á landi sem var mýrlendi. "Allt sem skiptir máli virkar vel, en það gætu komið upp smá vandamál hér og þar. Eitthvað gæti óvænt komið upp þar sem ekki er búið að prófa brautina", sagði Tilke. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sumir Formúlu 1 ökumenn hafa áhyggjur af því að malbikið á nýju brautinni í Suður Kóreu sem verður notuð um helgina geti orðið til vandræða, þar sem hún var malbikuð fyrir skömmu. En hönnuður brautarinnar, Hermann Tilke telur að allt muni ganga upp og sleipt nýtt malbikið muni auka tilþrifin um helgina. Tilke sagði í samtali við autosport.com að í hans augum yrði það ekki vandamál. "Skortur á gripi ætti ekki að vera vandamál þar sem við erum með bestu ökumenn heims hérna. Auk þess verða aðstæður eins fyrir alla og það er ekki hætta á því að malbikið gefi sig", sagði Tilke. "Brautin verður mjög, mjög hál á föstudaginn af því hún er ný. Það verður því mikið um snarsnúning og það verður ekki auðvelt að finna rétta uppsetningu fyrir bílanna á laugardag og sunnudag. Brautin mun breytast mikið. Það þýðir að sumar ökumenn verða menn ranga uppsetningu, því menn verða að giska á bestu uppsetninguna." Tilke sagði í frétt autosport.com að brautin í Suður Kóreu hefði verið erfið í fæðingu vegna ýmissa vandamála og sagðist ekki alltaf hafa verið viss um að dæmið myndi ganga upp. Um tíma var umræða meðal manna að af mótinu yrði ekki. Tilke sagði að menn hefðu lagt hart að sér að klára verkið. Það tók meira en ár að ræsa burt vatn frá svæðinu sem var notað, en brautin var byggð á landi sem var mýrlendi. "Allt sem skiptir máli virkar vel, en það gætu komið upp smá vandamál hér og þar. Eitthvað gæti óvænt komið upp þar sem ekki er búið að prófa brautina", sagði Tilke.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira