Bankinn seldi eignina á 75 milljónir - nýr eigandi vill selja á 200 milljónir 22. janúar 2010 20:17 Landsbankinn. Eigendur atvinnuhúsnæðisins á Grensásvegi 12 hafa boðið nokkrum einstaklingum húsið til sölu á 200 milljónir króna en eigendurnir keyptu húsið á 75 milljónir króna af Landsbankanum. Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að verðið væri hrakvirði að sögn löggilts fasteignasala, en ekki óeðlilegt í því árferði sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Það var verkfræðingur sem keypti eignina árið 2006 á tæpar 132 milljónir króna, í þeim tilgangi að breyta húsinu í hótel. Ári síðar missti hann atvinnuhúsnæðið vegna kreppunnar. Að sögn Landsbankans voru eignirnar þá settar í sölu hjá tveimur fasteignasölum, Eignamiðlun seldi svo eignirnar nú í október á 75 milljónir króna. Það er órafjarri fasteignamati hússins og innan við 60% af því sem Grensásvegur 12 seldist á fyrir þremur árum. Þrátt fyrir erfiða tíma á fasteignamarkaði þar sem verð á fasteignum eru mjög á reiki að sögn kunnugra, þá hefur eigandi hússins boðið í það minnsta tveimur stóreignamönnum húsnæðið til sölu fyrir 200 milljónir króna, eða á 125 milljónum hærra verði en bankinn seldi það á. Það eru fasteignasölurnar Húseign og Stórborg sem sjá um miðlun viðskiptanna. Eigandi hússins er þó ekki bjartsýnn á að fá greitt í reiðufé fyrir húsið þar sem hugsanlegum kaupendum var, samkvæmt heimildum Vísis, boðið að greiða með lóðum, fasteignum og jafnvel öðrum verðmætum fyrir húsnæðið. Þess skal geta að þó Landsbankinn hafi selt atvinnuhúsnæðið á 75 milljónir þá þýðir það ekki að markaðsvirði þess sé mikið hærra enda erfitt að spá nokkru um raunvirði fasteigna í dag. Viðskiptafréttir ársins 2010 Tengdar fréttir Seldi atvinnuhúsnæði langt undir fasteignavirði Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Hrakvirði segir löggiltur fasteignasali, en ekki óeðlilegt í þessu ástandi. 21. janúar 2010 20:13 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Eigendur atvinnuhúsnæðisins á Grensásvegi 12 hafa boðið nokkrum einstaklingum húsið til sölu á 200 milljónir króna en eigendurnir keyptu húsið á 75 milljónir króna af Landsbankanum. Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að verðið væri hrakvirði að sögn löggilts fasteignasala, en ekki óeðlilegt í því árferði sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Það var verkfræðingur sem keypti eignina árið 2006 á tæpar 132 milljónir króna, í þeim tilgangi að breyta húsinu í hótel. Ári síðar missti hann atvinnuhúsnæðið vegna kreppunnar. Að sögn Landsbankans voru eignirnar þá settar í sölu hjá tveimur fasteignasölum, Eignamiðlun seldi svo eignirnar nú í október á 75 milljónir króna. Það er órafjarri fasteignamati hússins og innan við 60% af því sem Grensásvegur 12 seldist á fyrir þremur árum. Þrátt fyrir erfiða tíma á fasteignamarkaði þar sem verð á fasteignum eru mjög á reiki að sögn kunnugra, þá hefur eigandi hússins boðið í það minnsta tveimur stóreignamönnum húsnæðið til sölu fyrir 200 milljónir króna, eða á 125 milljónum hærra verði en bankinn seldi það á. Það eru fasteignasölurnar Húseign og Stórborg sem sjá um miðlun viðskiptanna. Eigandi hússins er þó ekki bjartsýnn á að fá greitt í reiðufé fyrir húsið þar sem hugsanlegum kaupendum var, samkvæmt heimildum Vísis, boðið að greiða með lóðum, fasteignum og jafnvel öðrum verðmætum fyrir húsnæðið. Þess skal geta að þó Landsbankinn hafi selt atvinnuhúsnæðið á 75 milljónir þá þýðir það ekki að markaðsvirði þess sé mikið hærra enda erfitt að spá nokkru um raunvirði fasteigna í dag.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Tengdar fréttir Seldi atvinnuhúsnæði langt undir fasteignavirði Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Hrakvirði segir löggiltur fasteignasali, en ekki óeðlilegt í þessu ástandi. 21. janúar 2010 20:13 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Seldi atvinnuhúsnæði langt undir fasteignavirði Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Hrakvirði segir löggiltur fasteignasali, en ekki óeðlilegt í þessu ástandi. 21. janúar 2010 20:13