Engin örvænting þrátt fyrir áföll 29. mars 2010 14:03 Sebastian Vettel hefur misst af tveimur mögulegum sigrum í fyrstu tveimur mótum ársins. Nordicphotos/Getty Images Christian Horner hjá Red Bull segir að engin örvænting sé hjá liðinu þó tæknilegar bilanir hafi í tvígang stöðvað framgöngu Sebastian Vettel á leið í fyrsta sæti í fyrstu tveimur mótum ársins. Í fyrsta mótinu bilaði kerti í vélarsal og hann féll úr fyrsta sæti í fjórða og um helgina bilaði bremsukerfið og Vettel endaði út í malargryfju. "Það er engin örvænting, keppnistímabilið er langt. Við vitum að við erum með hraðskreiðan bíl. Ég vil heldur hafa hraðan bíl en hægan. Við höfum tvisvar náð besta tíma í tímatökum og ættum að vera með 50 stig, en Vettel er með 12. Það er langt eftir af mótinu og margt á eftir að gerast", sagði Horner á vefsíðu Autosport í dag. "Vettel treystir bílnum og var fljótur alla helgina. Því miður hafa tæknileg vandamál kostað hann sigurinn, en hann verður sterkur á ný um næstu helgi. Við erum heldur svekktir að ná fyrsta og öðru sæti í tímatökunni og ná aðeins 2 stigum í mótinu. Við höfum það veganesti að við erum með öflugan bíl og vinnum að því að leysa vandamálin." Horner sagði að bremsubilunin í bíl Vettels hafi aldrei gerst áður og að önnur lið eigi eftir að lenda í vanda á tímabilinu og að hann telur að Red Bull verði sterkt í Malasíu um næstu helgi. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segir að engin örvænting sé hjá liðinu þó tæknilegar bilanir hafi í tvígang stöðvað framgöngu Sebastian Vettel á leið í fyrsta sæti í fyrstu tveimur mótum ársins. Í fyrsta mótinu bilaði kerti í vélarsal og hann féll úr fyrsta sæti í fjórða og um helgina bilaði bremsukerfið og Vettel endaði út í malargryfju. "Það er engin örvænting, keppnistímabilið er langt. Við vitum að við erum með hraðskreiðan bíl. Ég vil heldur hafa hraðan bíl en hægan. Við höfum tvisvar náð besta tíma í tímatökum og ættum að vera með 50 stig, en Vettel er með 12. Það er langt eftir af mótinu og margt á eftir að gerast", sagði Horner á vefsíðu Autosport í dag. "Vettel treystir bílnum og var fljótur alla helgina. Því miður hafa tæknileg vandamál kostað hann sigurinn, en hann verður sterkur á ný um næstu helgi. Við erum heldur svekktir að ná fyrsta og öðru sæti í tímatökunni og ná aðeins 2 stigum í mótinu. Við höfum það veganesti að við erum með öflugan bíl og vinnum að því að leysa vandamálin." Horner sagði að bremsubilunin í bíl Vettels hafi aldrei gerst áður og að önnur lið eigi eftir að lenda í vanda á tímabilinu og að hann telur að Red Bull verði sterkt í Malasíu um næstu helgi.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira