Hamilton fær refsingu í Japan 9. október 2010 13:37 Það hefur gengið á ýmsu hjá Lewis Hamilton þessa mótshelgina og honum verður refsað eftir tímatökuna í nótt. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir miðnætti. í frétt á autosport.com sagðist starfsmaður McLaren hafa séð óeðlilegan olíuleka á bíl Hamiltons í lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Talið var að búið hefði verið að lagfæra lekann, en í ljós kom á meðan beðið var eftir því að tímatakan hæfist að eitthvað var mikið að. Liðið ákvað því að skipta um gírkassa í bíl Hamiltons og samkvæmt reglum þýðir það að hann fær fimm sæta refsingu eftir að tímatökunni lýkur. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og hann keyrði bíl sinn útaf á fyrri æfingunni á föstudag og skemmdi hann mikið. Tapaði þar með dýrmætum aksturstíma á seinni æfingunni, þar sem langan tíma tók að laga bíl hans. Það er því ýmislegt búið að vinna á móti Hamilton, sem er þó sannur baráttujaxl, en hann hefur engu að síður fallið úr leik í tveimur mótum í röð eftir samstuð við keppinaut í brautinni. Hamilton er meðal fimm ökumanna sem er að berjast um meistaratitilinn í Formúlu 1 þegar fjórum mótum er ólokið. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir miðnætti. í frétt á autosport.com sagðist starfsmaður McLaren hafa séð óeðlilegan olíuleka á bíl Hamiltons í lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Talið var að búið hefði verið að lagfæra lekann, en í ljós kom á meðan beðið var eftir því að tímatakan hæfist að eitthvað var mikið að. Liðið ákvað því að skipta um gírkassa í bíl Hamiltons og samkvæmt reglum þýðir það að hann fær fimm sæta refsingu eftir að tímatökunni lýkur. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og hann keyrði bíl sinn útaf á fyrri æfingunni á föstudag og skemmdi hann mikið. Tapaði þar með dýrmætum aksturstíma á seinni æfingunni, þar sem langan tíma tók að laga bíl hans. Það er því ýmislegt búið að vinna á móti Hamilton, sem er þó sannur baráttujaxl, en hann hefur engu að síður fallið úr leik í tveimur mótum í röð eftir samstuð við keppinaut í brautinni. Hamilton er meðal fimm ökumanna sem er að berjast um meistaratitilinn í Formúlu 1 þegar fjórum mótum er ólokið.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira