Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson hefur í nóg að snúast þessa daganna. Hann dæmdi úrslitaleik Lengjubikars karla á milli Snæfells og KR í gær og flaug síðan til Svíþjóðar í dag þar sem hann mun dæma leik í Evrópukeppni karla annað kvöld.
Leikurinn er fyrri leikur sænsku meistarana Norrköping Dolphins frá Svíþjóð og Okapi Aalstar frá Belgíu í undankeppni Evrópudeildarinnar eða Eurocup en seinni leikurinn fer fram í Belgíu í næstu viku. Það lið sem hefur betur í einvíginu fer áfram í riðlakeppnina sem hefst í október.
Sigmundur mun dæma leikinn með dómurum frá Þýskalandi og Rússlandi en eftirlitsmaðurinn kemur frá Skotlandi.
Sigmundur dæmir hjá sænsku meisturunum annað kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn


Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn
