Garðar Jóhannsson og félagar hans í Strømsgodset tryggðu sér sæti í bikaúrslitaleiknum í Noregi með 2-0 sigri á Odd Grenland í framlengdum undanúrslitaleik í kvöld.
Garðar var í byrjunarliði Strømsgodset og lék fyrstu 106 mínútur leiksins en skömmu áður en honum var skipt útaf þá komst liðið í 1-0 með marki frá Jason Morrison. Ola Kamara innsiglaði síðan sigurinn á 119. mínútu.
Árni Gautur Arason sat á varamannabekknum hjá Odd Grenland í leiknum.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1997 sem Strømsgodset kemst í bikarúrslitaleikinn en liðið mætir þar Folla sem sló óvænt út Rosenborg í hinum undanúrslitaleiknum fyrr í dag.
Garðar og félagar komust í bikarúrslitaleikinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn
