Rokk sem stenst tímans tönn Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2010 08:00 Black Box með XIII. Tónlist **** Black Box XIII Hljómsveitin XIII hefur verið starfandi í mismunandi myndum síðan 1993. Aðalsprauta hennar allan tímann hefur verið gítarleikarinn og söngvarinn Hallur Ingólfsson. XIII á að baki þrjár plötur. Salt kom út föstudaginn 13. maí 1994, Serpentyne föstudaginn 13. október 1995 og Magnifico Nova 13. janúar 2002. Fyrstu tvær plöturnar komu út á vegum erlendra fyrirtækja eftir útgáfu hérlendis, en Magnifico Nova var gefin út af franska plötufyrirtækinu XIIIbis Records. Eftir að franska fyrirtækið hafnaði fjórðu plötunni árið 2005 virtust dagar XIII taldir, en í fyrra fór sveitin af stað aftur og í maí og júní 2010 hljóðritaði hún nýja plötu, Black Box. Platan Black Box sem hér er til umfjöllunar er samt ekki bara nýja platan, heldur er þetta tvöfaldur geisladiskur sem inniheldur 26 lög af öllum fjórum plötum sveitarinnar. Sjö laganna eru ný, en eldri lögin eru endurhljóðblönduð. Diskarnir tveir koma í innbundinni harðspjaldabók sem rekur sögu sveitarinnar í texta, myndum og úrklippum. Og það er ekki allt. Auk diskanna og bókarinnar fylgja kóðar með sem gera eiganda pakkans kleift að hala niður öllum plötunum í fullri lengd. Tónlist XIII var í byrjun kraftmikið, goth-litað og þétt ofið gítarrokk og þó að hún hafi þróast nokkuð og orðið aðeins léttari með árunum hefur grunnurinn haldið sér. Hljómsveitin hefur alltaf lagt mikið í hljóminn og þetta þykka rokksánd er eitt af aðaleinkennunum. Áður en Hallur stofnaði XIII var hann trommuleikari í Ham og þessar tvær hljómsveitir eiga ýmislegt sameiginlegt. Black Box pakkinn gefur góða mynd af hljómsveitinni og sýnir að tónlist XIII hefur staðist tímans tönn og á ekki síður erindi við íslenska rokkáhugamenn í dag heldur en þegar hún kom fyrst fram. Útgáfan sjálf er sérstaklega glæsileg. Ein flottasta yfirlitsútgáfa sem komið hefur út á Íslandi. Eina spurningin er: Af hverju var hin óútgefna Wintersun ekki látin fylgja með í pakkanum? Niðurstaða: Glæsileg yfirlitsútgáfa sem allir íslenskir rokkhundar ættu að eiga í safninu. Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist **** Black Box XIII Hljómsveitin XIII hefur verið starfandi í mismunandi myndum síðan 1993. Aðalsprauta hennar allan tímann hefur verið gítarleikarinn og söngvarinn Hallur Ingólfsson. XIII á að baki þrjár plötur. Salt kom út föstudaginn 13. maí 1994, Serpentyne föstudaginn 13. október 1995 og Magnifico Nova 13. janúar 2002. Fyrstu tvær plöturnar komu út á vegum erlendra fyrirtækja eftir útgáfu hérlendis, en Magnifico Nova var gefin út af franska plötufyrirtækinu XIIIbis Records. Eftir að franska fyrirtækið hafnaði fjórðu plötunni árið 2005 virtust dagar XIII taldir, en í fyrra fór sveitin af stað aftur og í maí og júní 2010 hljóðritaði hún nýja plötu, Black Box. Platan Black Box sem hér er til umfjöllunar er samt ekki bara nýja platan, heldur er þetta tvöfaldur geisladiskur sem inniheldur 26 lög af öllum fjórum plötum sveitarinnar. Sjö laganna eru ný, en eldri lögin eru endurhljóðblönduð. Diskarnir tveir koma í innbundinni harðspjaldabók sem rekur sögu sveitarinnar í texta, myndum og úrklippum. Og það er ekki allt. Auk diskanna og bókarinnar fylgja kóðar með sem gera eiganda pakkans kleift að hala niður öllum plötunum í fullri lengd. Tónlist XIII var í byrjun kraftmikið, goth-litað og þétt ofið gítarrokk og þó að hún hafi þróast nokkuð og orðið aðeins léttari með árunum hefur grunnurinn haldið sér. Hljómsveitin hefur alltaf lagt mikið í hljóminn og þetta þykka rokksánd er eitt af aðaleinkennunum. Áður en Hallur stofnaði XIII var hann trommuleikari í Ham og þessar tvær hljómsveitir eiga ýmislegt sameiginlegt. Black Box pakkinn gefur góða mynd af hljómsveitinni og sýnir að tónlist XIII hefur staðist tímans tönn og á ekki síður erindi við íslenska rokkáhugamenn í dag heldur en þegar hún kom fyrst fram. Útgáfan sjálf er sérstaklega glæsileg. Ein flottasta yfirlitsútgáfa sem komið hefur út á Íslandi. Eina spurningin er: Af hverju var hin óútgefna Wintersun ekki látin fylgja með í pakkanum? Niðurstaða: Glæsileg yfirlitsútgáfa sem allir íslenskir rokkhundar ættu að eiga í safninu.
Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira