Brawn: Sjáum réttan Schumacher 2011 30. september 2010 16:24 Michael Schumacher hefur ekki náð að sína styrk sinn í Formúlu 1 eftir endurkomu sína í ár. Mynd: Getty Images Ross Brawn, yfirmaður Mercedes liðsins segir að Michael Shcumacher verði meðal keppenda í Formúlu 1 árið 2011, þrátt fyrir mikla fjölmiðlaumræðu um slakan árangur hans á þessu ári. Schumacher byrjaði að keppa aftur, eftir þriggja ára hlé, en árangur hans og Mercedes liðsins hefur valdið mörgum vonbrigðum. "Michael er vitanlega svekktur, en hann nýtur verkefnisins. Hann mætir ekki til keppni og óskar þess að hann væri annars staðar. Hann vill finna lausn á vandanum og nýtur kappakstursins", sagði Brawn á f1.com. "Auðvitað vill hann gera betur, en ég get alvega sagt ykkur það að Michael er metnaðarfullur og sjöfaldur meistari. Það er ljóst að Schumacher mun ekki hætta að keppa, af því það gengur miður vel." "Aksturstækni Michaels er þannig að hann treystir á framdekkin, að þau geti tekið á móti því hvernig hann bremsar og beitir bílnum og það hefur ekki gengið upp með dekkjum þessa árs. Við væntum þess að það gangi betur á Pirelli dekkjum næsta árs. Það byrja allir ökumenn á sömu dekkjum og þá mun Michael standa jafnfætis öðrum, sem þekkja dekkin sem notuð eru núna." Brawn segir lítinn mun á Schumacher og Nico Rosberg, en þeim síðarnefnda hefur gengið betur í mótum ársins. Brawn segir Mercedes sé þegar farið að huga að bíl næsta árs og liðið hefur gefið upp á bátinn að ná sigri í ár. "Ég spái því að við sjáum hinn rétta Schumacher árið 2011, þegar við höfum smíðað betri bíl fyrir hann", sagði Brawn. Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ross Brawn, yfirmaður Mercedes liðsins segir að Michael Shcumacher verði meðal keppenda í Formúlu 1 árið 2011, þrátt fyrir mikla fjölmiðlaumræðu um slakan árangur hans á þessu ári. Schumacher byrjaði að keppa aftur, eftir þriggja ára hlé, en árangur hans og Mercedes liðsins hefur valdið mörgum vonbrigðum. "Michael er vitanlega svekktur, en hann nýtur verkefnisins. Hann mætir ekki til keppni og óskar þess að hann væri annars staðar. Hann vill finna lausn á vandanum og nýtur kappakstursins", sagði Brawn á f1.com. "Auðvitað vill hann gera betur, en ég get alvega sagt ykkur það að Michael er metnaðarfullur og sjöfaldur meistari. Það er ljóst að Schumacher mun ekki hætta að keppa, af því það gengur miður vel." "Aksturstækni Michaels er þannig að hann treystir á framdekkin, að þau geti tekið á móti því hvernig hann bremsar og beitir bílnum og það hefur ekki gengið upp með dekkjum þessa árs. Við væntum þess að það gangi betur á Pirelli dekkjum næsta árs. Það byrja allir ökumenn á sömu dekkjum og þá mun Michael standa jafnfætis öðrum, sem þekkja dekkin sem notuð eru núna." Brawn segir lítinn mun á Schumacher og Nico Rosberg, en þeim síðarnefnda hefur gengið betur í mótum ársins. Brawn segir Mercedes sé þegar farið að huga að bíl næsta árs og liðið hefur gefið upp á bátinn að ná sigri í ár. "Ég spái því að við sjáum hinn rétta Schumacher árið 2011, þegar við höfum smíðað betri bíl fyrir hann", sagði Brawn.
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira