Dior notar vatn úr Ölfusinu í snyrtivörur 9. nóvember 2010 05:00 Verðmætur sopi Jón Ólafsson var öskutepptur í París í Eyjafjallagosinu í apríl og ræddi þá við forsvarsmenn tískuhússins Christian Dior.Fréttablaðið/vilhelm Franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum áramótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Icelandic Glacial. Dior áætlar að kaupa allt að áttatíu tonn af vatni árlega sem notað verður við framleiðslu á kreminu, að því er segir í opinberri tilkynningu sem birt verður í vikunni. Kremið heitir Dior Snow og er fyrir þá sem vilja lýsa upp húð sína. Prufuútgáfur með íslenska vatninu koma á markað í kringum áramótin. Markaðssetning um heim allan er fyrirhuguð árið 2012 með áherslu á Kína og önnur Asíuríki. Jón Ólafsson, forstjóri og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, segir þetta gríðarlega mikilvægan samning, bæði fyrir ímynd Íslands og fyrirtækið. Erfitt sé að verðleggja hann. Hann bendir á að verðmæti samningsins liggi ekki síst í því að á hverri krukku og hverjum pakka sem geymi kremið komi fram að notað sé vatn Icelandic Glacial. Þetta er fyrsta skiptið sem Christian Dior notar vörumerki annars fyrirtækis á vörum sínum. Jón segir samstarf tískuhússins og Icelandic Water Holdings að nokkru leyti gosinu í Eyjafjallajökli í vor að þakka. Gosið varð til þess að flugsamgöngur röskuðust verulega í Evrópu í apríl en Jón varð flugtepptur í nokkra daga í París, heimaborg Dior. Hann nýtti ferðina vel, fundaði með bæði Bernard Hennet, forstjóra módelskrifstofunnar Elite, og forsvarsmönnum Christian Dior, sem voru að leita að vatni fyrir snyrtivörulínu sem þeir höfðu í hyggju að setja á markað. „Þeir skoðuðu allt það vatn sem hægt er að nota í heiminum og komust að þeirri niðurstöðu að okkar vatn væri best. Síðan óskuðu þeir eftir viðræðum við okkur. Þetta er gífurleg viðurkenning," segir Jón og spáir því að samningurinn muni hafa góð áhrif á sölu átappaðs vatns undir merkjum Icelandic Glacial í Kína í kjölfarið. Vatnið kemur þar á markað eftir áramótin. jonab@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum áramótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Icelandic Glacial. Dior áætlar að kaupa allt að áttatíu tonn af vatni árlega sem notað verður við framleiðslu á kreminu, að því er segir í opinberri tilkynningu sem birt verður í vikunni. Kremið heitir Dior Snow og er fyrir þá sem vilja lýsa upp húð sína. Prufuútgáfur með íslenska vatninu koma á markað í kringum áramótin. Markaðssetning um heim allan er fyrirhuguð árið 2012 með áherslu á Kína og önnur Asíuríki. Jón Ólafsson, forstjóri og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, segir þetta gríðarlega mikilvægan samning, bæði fyrir ímynd Íslands og fyrirtækið. Erfitt sé að verðleggja hann. Hann bendir á að verðmæti samningsins liggi ekki síst í því að á hverri krukku og hverjum pakka sem geymi kremið komi fram að notað sé vatn Icelandic Glacial. Þetta er fyrsta skiptið sem Christian Dior notar vörumerki annars fyrirtækis á vörum sínum. Jón segir samstarf tískuhússins og Icelandic Water Holdings að nokkru leyti gosinu í Eyjafjallajökli í vor að þakka. Gosið varð til þess að flugsamgöngur röskuðust verulega í Evrópu í apríl en Jón varð flugtepptur í nokkra daga í París, heimaborg Dior. Hann nýtti ferðina vel, fundaði með bæði Bernard Hennet, forstjóra módelskrifstofunnar Elite, og forsvarsmönnum Christian Dior, sem voru að leita að vatni fyrir snyrtivörulínu sem þeir höfðu í hyggju að setja á markað. „Þeir skoðuðu allt það vatn sem hægt er að nota í heiminum og komust að þeirri niðurstöðu að okkar vatn væri best. Síðan óskuðu þeir eftir viðræðum við okkur. Þetta er gífurleg viðurkenning," segir Jón og spáir því að samningurinn muni hafa góð áhrif á sölu átappaðs vatns undir merkjum Icelandic Glacial í Kína í kjölfarið. Vatnið kemur þar á markað eftir áramótin. jonab@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira